Nágrannaríki Sýrlands haldi landamærum opnum

0
491

 

08-27-2013syriarefugeensp 47

27. ágúst 2013. Yfirmenn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna fögnuðu gestrisni nágrannaríkja Sýrlands sem hýsa nú tvær milljónir flóttamanna

og hvöttu þá til að halda landamærunum áfram opnum, nú þegar flóttamannastraumurinn virðist fara vaxandi.
“Sýrland virðist standa á brún hengiflugsins. Stríðið hefur haft í för með sér skelfingu sem á sér ekki fordæmi í síðari tíma sögu,” segir António Guterres. “Þegar hörmungar styrjaldar skella með fullum þunga á heilli þjóð, er henni fátt mikilvægara en opin landamæri.”
Guterres hefur heimsótt Bagdad, höfuðborg Íraks ásamt Ertharin Cousin, forstjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna WFP, en þar hefur verið skotið skjólshúsi yfir 200 þúsund sýrlenska flóttamenn.
“Það er tímabært að heimurinn stilli saman strnegi til að binda enda á ofbeldi svo að sárin geti gróið,” segir Cousin. “Börn Sýrlands þarfnast okkar ekki aðeins til að útvega þeim nauðþurftir í dag heldur einnig til þess að undirbúa morgundaginn.”
Þau Guterres og Cousin færðu Írökum þakkir fyrir gestrisni við sýrlenska flóttamenn og samstarf við stofnanir sameinuðu þjóðanna, þrátt fyrir óöryggi í Írak og 1.1 milljón Íraka sem flosnað hafa upp innan landamæra ríkisins.