Noregur efst, Lýðveldið Kongó neðst

0
454
NOrge

  Skýrsla um Mannlega þróun 2011 (Human Development Report 2011) :

  Ísland í 14. sæti og í 5. sé tekið tillits til jöfnuðar 

NOrgeNoregur, Ástralía og Holland eru í efstu sætunum á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna 2011 en þar er metin staða ríkja í heilsugæslu, menntun og tekjum. Lýðveldið Kongó, Níger og Búrundi eru neðst á listanum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), the Human Development Report.  

Ísland er í fjórtánda sæti, eða þremur sætum ofar en á síðasta ári. Hins vegar er Ísland í fimmta sæti þegar tekið hefur verið tilllit til ójöfnuðar innan hvers ríkis og hækkar um þrjú sæti eða úr því áttunda í fimmta. Aftur á móti vorum við í þriðja sæti 2009 og því fyrsta 2008 – þá var ójöfnuðarlisti ekki gefinn út.

Bandaríkin, Nýja Sjáland, Kanada, Írland, Liechtenstein, Þýskaland og Svíþjóð koma í næstu sætum á eftir á toppi almenna listans. Þegar tekið hefur verið tillit til innri ójöfnuðar hvað varðar heilsugæslu, menntun og tekjur tekur listinn breytingum. Bandaríkin, færast úr fjórða sæti niður í tuttugasta og þriðja, Kórea fer úr fimmtánda í þrítugasta og annað og Ísrael úr 17 í það tuttugasta of fimmta, og Ísland eins og fyrr greinir úr því fjórtánda í fimmta.

Ástæða þess að Bandaríkin og Ísrael flytjast svo langt niður listann, er aðallega ójöfn tekjuskipting, en heilsugæsla skiptir einnig máli.  Athygli vekur að Svíþjóð og Danmörk klifra upp listann, en Svíar fara úr tíunda í fimmta sæti og Danmörk úr því sextánda í tólfta en einnig má nefna að Slóvenar fara úr því tuttugasta fyrst og eru nú sessunautar Íslendinga í því fjórtánda. Ástæðan er hlutfallsleg aukning innri jöfnuðar í heilsugæslu, menntun og tekjum. 

“Mælikvarðinn um mannlega þróun (Human Development Index) sem tekur mið af ójöfnuði, er betri mælikvarði á þróun alls samfélagsins, en sá sem tekur eingöngu mið af ímyndaðri “meðal” manneskju,” segir  Milorad Kovacevic, aðaltölfræðingur the Human Development Report. “Við teljum að dreifing á þeim gæðum sem felast í heilsugæslu og menntun vera jafn mikilvæg í þessari jöfn og tekjur, og tölfræðin sýnir verulegan ójöfnuð í mörgum ríkjum.”
 
Ein af megin niðurstöðum skýrslunnar um mannlega þróun 2011 sem ber heitið Sjálfbærni og sanngirni: Betri framtíð
fyrir alla (Sustainability and Equity: A Better Future for All),)  er sú að tekju dreifing hefur versnað í stærstum hluta
heimsins, þar ber hæst Suður-Ameríku þótt tekjubilið hafi minnkað í ríkjum á borð við Brasilíu og Síle. Ef litið er á alla staðlana um mannlega þróun, þar á meðal, lífslíkur ríkir þó meiri jöfnuður í Suður-Ameríku en í Afríku sunnan Sahara
eða Suður-Asíu, að því er fram kemur í skýrslunni.

Til að meta tekjudreifingu og ýmis stig lífslíkna og skólagöngu á meðal einstakra þjóða, er notuðu aðferðafræði sem
hinn þekkti breski hagfræðingur Sir Anthony Barnes Atkinson hefur þróað. “Við notum aðferð Atkinson til að meta
ójöfnuð í heilsugæslu, menntun og tekjum því hún er næmust á breytingar á neðri enda skalans en hinn þekktari Gini
stuðull,”  Kovacevic.

Listinn tekur nú til 187 ríkja en aðines 169 voru á honum 2010 og ber að hafa það í huga við samanburð.
Neðstu ríkin tíu eru öll í Afríku Sunnan Sahara, en þau eru: Gína, Mið-Afríku lýðveldið, Sierra Leone, Burkina Faso,
Líbería, Tsjad, Mósambík, Búrúndí, Níger og Lýðveldið Kongó.