Norðurlönd áberandi á COP21

0
451
COP21NORDEN

COP21NORDEN
3.desember 2015. Norðurlöndin hyggjast láta til sín taka jafnt sameiginlega, sem og sitt í hverju lagi, og jafnt við samningaborðið sem utan þess á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París.

Ministers COP21 RESIZEDÞann 28. október í Reykjavík undirrituðu ráðherrarnir sameiginlega yfirlýsingu á árlegu þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík. Þeir ítreka mikinn vilja til að ná metnaðarfullum og lagalega bindandi alþjóðlegum samningi á COP21 í París, sem muni koma í veg fyrir að meðalhitastig í heiminum hækki um meira en 2 gráður á Celsíus.

„Norðurlöndin styðja það að samningurinn innihaldi langtímamarkmið, byggt á vísindalegum grunni, um að draga úr losun á hnattræna vísu. Þetta yrði leiðbeinandi fyrir framtíðaraðgerðir og myndi skapa öryggi fyrir fjárfesta,“ segja ráðherrarnir.

Norðurlöndin hyggjast enn sem fyrr beita sér fyrir metnaðarfullum aðgerðum í loftslagsmálum og stefna að því að hagkerfin í samfélögum þeirra verði loftslagsþolin, með mikla orkuskilvirkni og litla losun kolefna. Norðurlönd hafa löngum litið fram á veginn við stefnumótun í loftslags- og orkumálum.

„Reynsla okkar sýnir að hægt er að draga úr losun með áhrifaríkum hætti án þess að hagvöxtur eða samfélagsþróun bíði skaða af,“ segja ráðherrarnir.

COP21 Norden RESIZEDFrá því um miðjan 10. áratug 20. aldar hafa Norðurlöndin verið í forystu meðal iðnríkja sem hefur tekist að aftengja losun gróðurhúsalofttegunda heima fyrir frá hagvexti.

„Aðgerðir í loftslagsmálum geta bætt efnahagslegan árangur, hvatt til fjárfestinga og nýsköpunar, skapað atvinnu og haft jákvæð áhrif á öðrum sviðum, svo sem á heilsufar og orkuöryggi,“ segja norrænu ráðherrarnir.

Einkageirinn í sókn

Einkageirinn á Norðurlöndum hefur einnig tekið sér stöðu með kolefnasnauðu samfélagi. Reykjavik agreement
103 fyrirtæki og stofnanir undirrituðu yfirlýsingu fyrr í þessum mánuði í Reykjavík og skuldbundu sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega. Hér er á ferðinni samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Festa-samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Árið 2013 varð norska matvörukeðjan Rema 1000 fyrsta fyrirtæki á Norðurlöndum utan kauphalla til að taka þátt af fúsum og frjálsum vilja í svokölluðu Carbon Disclosure Project (CDP). Rema 1000 getur nú metið hvar það stendur í orku og loftslagsmálum og borið sig saman við sambærileg fyrirtæki í heiminum.

Dansk-sænski mjólkurvöruframleiðandinn Arla kynnti í september nýja mjólkurfernu sem losar minni koltvísýring en fyrirrennararnir.
Í Finnlandi hafa Kesko stórverslanirnar skuldbundið sig til að gera átak í orkuskilvirkni. Þannig verður komið upp lokum og hurðum á kælibúnað og lýsingu breytt í orkusparnaðarskyni.

Fjármögnun loftslagsmála

COP 21 snýst ekki aðeins um landsmarkmið og samkomulag um aðgerðir, heldur er fjármögnun aðgerða á meðal helstu úrlausnarefna.
Norðurlöndin hafa unnið sleitulaust að því útvega fjármagn til dæmis með stofnun the Nordic Climate Facility (NCF) sjóðs sem styður aðlögunar og mildunar verkefni vegna loftslagsbreytinga í þróunarríkjum. Sjóðurinn er fjármagnaður af Norræna þróunarsjóðnum (Nordic Development Fund (NDF)). Norðurlöndin hafa einnig heitið að láta andvirði milljarðs Bandaríkjadala renna til Græna loftslagssjóðsins Green Climate Fund (GCF).

Norrænir viðburðir á COP21

COP21KNUGNorðurlöndin verða með sameiginlega sýningu á vettvangi samningaviðræðnanna í París á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Fitjað verður upp á ýmsum uppákomum og gefnar upplýsingar um grænar lausnir frá norrænum frumherjum. Nánari upplýsingar má finna hér.

Margir norrænir frumherjar úr atvinnulífinu eru á meðal þátttakenda á sjötta Sustainable Innovation Forum sem stendur yfir á sama tíma og COP21 á Stade de France íþróttaleikvangnum. Á meðal ræðumanna eru Hörður Arnarson, forstjóri Landsvírkjunar og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.

 (Úr Norræna fréttabréfi UNRIC, nóvember 2015)