Norðurlönd: í hópi fárra útvalinna

0
456

  jorden

Norðurlöndin njóta góðs orðstírs á alþjóðavettvangi þegar þróunaraðstoð er annars vegar en þar með er ekki öll sagan sögð. 

 Þrjú Norðurlandanna eru í fámennum hópi ríkja, ásamt Lúxemborg og Hollandi sem hafa náð alþjóðlega markmiðinu að verja 0.7% af þjóðartekjum til opinberrar þróunaraðstoðar (ODA).  Svíþjóð var fyrsta ríkið sem náði þessu takmarki árið 1974, en Noregur sigldi í kjölfarið 1976 og Danmörk 1978. Finnland hefur einu sinni náð markinu, árið 1991. Orðstír Norðurlandanna er að minnsta kosti að þessu leyti á rökum reistur.  Noregur og Svíþjóð verja nærri 1% til opinberrar þróunaraðstoðar og Danir 0.84% eins og sést á töflunni.

index

Heimild : OECD

Ísland ver minnst Norðurlandanna til þróunaraðstoðar en hins vegar er aukningin þar mest frá 2011.

Þróunaraðstoð Íslands náði hámarki 2008 þegar hún var 0.37% af þjóðartekjum (GNI). Fjárhagserfiðleikarnir sem landið hefur glímt við síðan, hafa komið niður á framlögum til þróunaraðstoðar.

En taka má tilllit til ýmissa annara þátta en beinna fjárframlaga þegar aðstoð og þróun er metin. Í nýrri skýrslu hugveitunnar Center for Global Development (CGD) eru 27 ríkustu lönd heims metin eftir því hversu hagfelld stefnumið þeirra eru fátækustu ríkjunum. Enn eru Norðurlöndin efst á lista, en Ísland var reyndar ekki með í úrtakinu.

index2

Danmörk, Svíþjóð og Noregur eru í efstu þremur sætunum á lista CGD 2013 og Finnland fylgir fast á eftir í fimmta sæti. Matið byggir á ýmsu sem hyglar þróun: aðstoð, viðskipti, fjármál, fólksflutningar, umhverfi, öryggi og tækni.

Finnland er nú ekki fjarri því að verja 0.6% af þjóðartekjum í þróunaraðstoð og hafa Finnar lýst yfir að þeir muni verja tekjum af uppboði á losunarkvótum (RU Emission Trading System (ETS)) til að fjármagna viðbrögð við loftslagsbreytingum og þokast þannig nær 0.7 % markinu. Finnland hefur klifrað upp listann og er tveimur sætum ofar en á síðasta ári. Hins vegar eru einkaaðilar tiltölulega nískir á fé til góðagerðarmála og Finnar hleypa ógjarnan fátækum innflytjendum inn í landið.  . 

Þótt Noregur verji mestu fé til þróunaraðstoðar sem hlutfall af þjóðartekjum, er olíu- og gasframleiðsla landsins sú mesta á mann af þeim ríkjum sem prýða listann. Þar eru einnig einhverjar mestu viðskiptahindranir gagnvart fátækum ríkjum sem um getur. Þessi atriði þoka Noregi niður listann. Nýja norska ríkisstjórnin birti nýlega fjárlagafrumvarp sitt fyrir 2014, og þar er haldið fast við 1% markið í þróunaraðstoð. Þetta kom mörgum á óvart því ríkisstjórnin hafði lagt niður ráðherraembætti þróunarmála.

Svíþjóð er næst rausnarlegust á lista Þróunaraðstoðarnefndar OECD (DAC) árið 2012 og uppskar lof fyrir að hafa haldið fast í 1% markið í umróti fjármálakreppunnar. Sænsku  fjárlögin fyrir 2014 gera ráð fyrir svipaðri þróunaraðstoð og áður. Talsverðar umræður hafa orðið að undanförnu, einkum um framlög til Sameinuðu þjóðanna. Af þessum sökum hafa þróunarmál og skilvirkni aðstoðar komist aftur á dagskrá og slíkt getur haft í för með sér breytingar. 

Danmörk ver hlutfallslega minna til þróunarmála en Svíþjóð en engu að síður eru Danir efstir á lista GCD árið 2013.  Dönum er hrósað fyrir að leggja fé og mannskap til alþjóðlegrar friðargæslu og mannúðarmála en einnig fyrir að efla rannsóknir og þróun. Allir geta bætt sig og það geta Danir líka. Háir landbúnaðarstyrkir, fáir innflytjendur og námsmenn frá þróunarríkjum, mikil jarðefnaframleiðsla miðað við fólksfjölda og lágir skattar á gas, eru á meðal þeirra atriða sem draga Dani niður á við.

Það er engu að síður ljóst að sama hvaða mælikvarði er notaður, þá koma Norðurlöndin býsna vel út úr samanburðinum.