Nýjir aðstoðarframkvæmdastjórar taka til starfa

0
506

1. mars 2007. Þrír nýjir aðstoðarframkvæmdastjórar (Under Secretary-General) tóku til starfa í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag.

140031.jpg

John Holmes frá Bretlandi tók við starfi aðstoðarframkvæmdastjóri á sviði mannúðarmála og samræmir jafnframt neyðaraðstoð.Bandaríkjamaðurinn B. Lynn Pascoe tók við aðstoðarframkvæmdastjórastöðu á pólitisku sviði og Egyptinn. S. Muhammad Shaaban hefur sama titil en hefur á sinni könnu málefni Allsherjarþingsins og ráðstefnustjórn.

Að auki hefur skipað framkvæmdastjórinnn skipað Ibrahim Gambari frá Nígeríu sérstakan ráðgjafa um málefni Íraks og fleira og mun hann hafa aðstoðarframkvæmdastjóra tign.

Kiyotaka Akasaka frá Japan tekur við aðstoðarframkvæmdastjórastöðu á sviði upplýsingamála 1. apríl og Kínverjinn Sha Zukang verður aðstoðarframkvæmdastjóri á sviði efnahags- og félagsmála frá og með 1. júlí.