Nýr mannréttindafulltrúi leggur áherslu á baráttu gegn þjóðarmorði

0
412

8. september 2008 – Nýr mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna lagði í dag áherslu á að taka þurfi á mismunun og misrétti og leggja þyngri áherslu á að hindra þjóðarmorð í fyrstu meiri háttar ræðu frá því hún tók við embætti.

Navanethem Pillay, nýr mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna (High Commissioner for Human Rights)

  
“Þjóðarmorð er alvarlegasta form mismununar,” sagði Navanethem Pillay við setningu níunda fundar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf.  “Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir þjóðarmorð.”
Pillay var í átta ár dómari við Alþjóðlega glæpadómstólinn fyrir Rúanda og fimm ár dómari við Alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag. Hún tók við starfi mannréttindafulltrúa 1. september síðastliðinn.
Hún skírskotaði til reynslu sinnar við að fast við stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu og hvatti til aukinnar áherslu á að hindra þjóðarmorð auk þess að stöðva“vítahring ofbeldis, ótta og skírskotana til mismunar hvort heldur sem er uppruna, kynþáttar eða truer,” sem leiddu til þjóðarmorðs. 
Hún benti á að nú í ár 2008 væri minnst tímamóta í sögu mannréttindi, þar á meðal sextugsafmælis Sáttmálans gegn þjóðarmorði 9. desember og Mannréttindayfirlýsingarinnar 10. desember. 
Hún minnti líka á að hvort tveggja Manntéttindayfirlýsingin og Sáttmálinn um þjóðarmorð væru “skilgetin afkvæmi Helfararinnar. Við höfum þó enn ekki lært af helförinni því enn tíðkast þjóðarmorð.”
Pillay, sem þekkir mismunun af eigin raun frá tímum kynþáttaaðskilnaðar í Suður-Afríku, bætti við að þróun, öryggi, friður og réttlæti væru í hættu “þegar mismunun og ójafnrétti, leynt eða ljóst, fá að dafna og  eitra friðsamlegt samlíf.”  
Hún hvatti ríki heims til að llíta framhjá skoðanaágreiningi og taka þátt í ráðstefnu um kynþáttahatur þar sem farið verður í saumana svokallaðri Durban ráðstefnu, en það ferli hefur sætt harðri gagnrýni.
“Ég held að menn geti ekki ætlast til að fá “allt eða ekkert”, og ég held að það sé ekki rétt aðferð til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eða vinna röksemdafærslu,” sagði hún. “Þátttaka allra ríkja mun bæta þetta ferli. Skoðanaágreiningur má ekki verða skálkaskjól fyrir aðgerðaleysi.” 
Fundur Mannréttindaráðsins stendur næstu þrjár vikurnar og af málum á dagskrá má nefna málefni Darfur, Beanoun í norður Gasa og matvælakreppuna.
Forseti ráðsins Martin Ihoeghian Uhomoibhi lagði áherslu á mikilvægi þess að starf ráðsins væri opinskátt og gagnsætt og þar ríkti virðing fyrir skoðunum annara.
 “Við getum ekki starfað öðru vísi enda eru mannréttindi öllum mikilvæg og kær. …Við munum starfa í anda þess að fjalla verði um öll mannréttindamál á sanngjarnan og opinskáan hátt. Við munum einnig hafa hugfast að starf okkar í ráðinu miðar að því að efla og vernda mannréttindi allra og bæta mannréttindastöðu fórnarlamba en ekki að láta við það sitja að nefna og gagnrýna þá sem brjóta mannréttindi.”