Obama hýsir alþjóða djassdaginn

0
493
jass2

 jass2

29.apríl 2016. Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Michelle Obama eru gestgjafar aðaltónleikana á alþjóðadegi djassins sem haldinn verður í Hvíta húsinu á morgun 30.apríl.

world jazz day UN Photo JC McIlwaineWashington, höfuðborg Bandaríkjanna er gestjafi alþjóðadagsins sem er á vegum UNESCO, Menningar-mennta- og vísindasamtaka Sameinuðu þjóðanna.

Á meðal tuga málsmetandi tónlistarmanna sem koma fram í Hvíta húsinu eru Dee Dee Bridgewater, Aretha Franklin, Diana Krall, Sting, Wayne Shorter, Marcus Miller, Buddy Guy, Pat Metheny og góðgerðasendiherra UNESCO Herbie Hancock.
Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á netinu klukkan fimm að íslenskum tíma og má sjá þá hér

„Jassinn er meira en tónlist, hann er alþjóðlegur friðarboðskapur,“ segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO í tilefni af alþjóðadagsins.

Djassinn hefur verið heiðraður með alþjóðlegum degi honum til heiðurs á vegum UNESCO, frá því allsherjarþing samtakkanna samþykkti ályktun þar að lútandi 2011.

Deginum er ætlað að auka vitund á alþjóðavísu um gildi djasstónlistar sem menntunartækis og afls í þágu friðar, samræðna og aukinnar samvinnu þjóða á milli.

Hvers vegna alþjóðadag djassins?

Djass brýtur niður múra og skapar frjóan jarðveg fyrir gagnkvæman skilning og umburðarlyndi
Djass er afl í þágu tjáningarfrelsis
Djass er tákn um einingu og frið
Djass degur úr spennu á milli einstaklinga, hópa og samfélaga
Djass stuðlar að jafnrétti kynjanna
Djass eflir hlutverk ungs fólks í þágu þjóðfélagsbreytinga
Djass glæðir listræna sköpun, spuna, ný tjáningarform og umbreytingu hefðbundinnar tónlistar í ný form
Djass eflir samræðu þvert á menningarheima og valdeflir ungt fólk á jöðrum samfélagsins.

Sjá nánar hér : http://www.unesco.org/new/en/unesco/events/prizes-and-celebrations/celebrations/international-days/international-jazz-day-2016/

og http://jazzday.com/