Öfga-veður komið til að vera

0
466
Philippines Haiyan WB 2014

Philippines Haiyan WB 2014
25.mars 2016. Öfgakennt veðurfar kann að verða daglegt brauð í framtíðinni sökum loftslagsbreytinga.

Alþjóða veðurfræðidagurinn er haldinn ár hvert 23.mars. Athyglin beinist að loftslagsmálum á þessum degi. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi í tilefni dagsins að jarðarbúar muni þurfa að horfast í augu við að öfgakennt veðurfar verði talið „eðlilegt“ ástand í framtíðinni.

Ban segir að djarfra aðgerða sé þörf því möguleikar á að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða, sem vísindamenn telja nauðsynlegt, minnki með tímanum. „Einungis með því að bregðast kröftuglega við loftslagbreytingum getum við sloppið við verstu afleiðingarnar, og lagt grundvöll að heim friðar, velmegunar með tækifærum fyrir alla.“

Í næsta mánuði 22.apríl munu leiðtogar ríkja heims koma saman í New York til að undirrita Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum.
„En jafnvel áður en samkomulagið tekur gildi hafa öll ríki, öll fyrirtæki og hver og einasti borgari hlutverki að gegna í að berjast gegn loftslagsbreytingum og að leggja grunn að sjálfbærri fratmíð fyrir þessa kynslóð og þær sem á eftir koma.“