Öryggisráðið fordæmir árásina í París

0
448

Charlie 005

8.janúar 2015.Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt kröfuglega hina „grimmilegu og huglausu hryðjvuverkaárás“ á höfuðstöðvar tímaritsins Charlie Hebdo í París í gær.

„Öryggisráðið fordæmir harðlega þetta óbærilega hryðjuverk gegn blaðamönnum og fjölmiðli.“charlie-press

 Aðildarríki Öryggisráðsins ítrekuðu nauðsyn þess að berjast með öllum ráðum og í samræmi við Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, gegn þeirri ógnun sem hryðjuverk eru við alþjóðlegan frið og öryggi. Ráðið telur að hvers kyns hryðjuverk séu glæpsamlega og óréttlætanleg, óháð meintum ástæðum, hvar, hvenær og hver sem fremur þau.“

David Kaye, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um tjáningar- og skoðanafrelsi hefur einnig fordæmt kröftulega áraásina á blaðamenn og tímaritið Charlie Hebdo.

„Árásin er alvarlegasta árás á blaðamenn og frjálsa fjölmiðla á síðari tímum,“ sagði óháði erindrekinn sem starfar sjálfstætt á vegum Mannréttindaráðs samtakanna. „Það er mikilvægt á slíkum tímum að ítreka að frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarþáttur lýðræðislegs samfélags.“

DavidKaye„Það munu heyrast raddir sem hvetja skopteiknara til þess að gæta hófs í tjáningu sinni,“ sagði Kaye. „Ég hvet til hins gagnstæða: að allir sem hafa einhvers konar möguleika á að hindra slíkt ofbeldi geri það á skýlaust og undanbragðalaust.“

Samtöðu- og mótmælafundir hafa verið haldnir um allan heim til að mótmæla árásinni á franska tímaritið. Mörg dagblöð minnast hinna látnu og árásar á skoðanafrelsið með myndrænum hætti eins og sjá má á myndinni að ofan.

Myndir: 1.) Samstöðu- og mótmælafundir vegna árásinnar í París hafa verið haldnir um allan heim. Þessi mynd var tekin í alþjóðlegu blaðamannamistöðinni í Brussel í dag. 2.) David Kaye, er sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um tjáningar og skoðanafrelsi. 3.) Samantekt á forsíum blaða/UNRIC.