Ban: „Stöndum vörð um frelsið og umburðarlyndi“

0
507

 Charlie2

7. janúar 2014. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásina á skrifstofur franska skopblaðsins Charlie Hebdo sem kostuðu 12 manns lífið. 

Ban kallaði árásina fyrirlitlega og beina árás á hornsteina lýðræðisins, fjölmiðla og tjáningarfrelsið, þegar hann ræddi við blaðamenn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 

„Árásunum er ætlað að sundra fólki. Við skulum ekki falla í þá gryfju“, sagði Ban. „Nú er tími til samstöðu. Við skulum standa vörð um tjáningarfrelsið og umburðarlyndi og rísa upp gegn öflum sundrungar og haturs.“

Aðrir forsprakkar Sameinuðu þjóðanna tóku í sama streng í yfirlýsingum sínum í dag.