Offita barna: Árangur Finna lofaður

0
434
COVID-19 þurfti ekki til. Ofþyngd og offita barna er gríðarlegt vandamál í Evrópu.
Ofþyngd og offita barna er gríðarlegt vandamál í Evrópu. Mynd: Robert Lawton
Creative Commons Attribution-Share Alike 2.5

27. febrúar 2015. Offita. Ofþyngd. Eitt af hverjum fimm ára börnum í finnska bænum Seinäjoki taldist of feitt eða of þungt fyrir sex árum. Með samstilltu átaki hefur tekist að minnka þetta hlutfall um helming.

Skólar og barnaheimili höfðu vanrækt að bjóða upp á næringarríka fæðu og fullnægjandi hreyfingu. Heilsugæsla sveitarfélagsins hefur tekið upp samvinnu við dagvistun barna og alla þá sem hafa með menntun, fæðu, frístundir og skipulag að gera með það í huga að tryggja að allir leik- og grunnskólar bjóði upp á sömu gæðaþjónustuna. Árangurinn talar sínu máli þegar hlutfall offeitra eða ofþungra fimm ára barna hefur minnkað um helming.

En þessum árangri var ekki náð í einu vetfangi og það tók hina ýmsu hlutaðeigandi tíma til að skilja hvaða þættir hafa áhrif á heilsufar og hvað hlutverki hver og einn gegnir.

Skipulagsdeildin bætti leikvelli skóla.Frístundadeildin jók áherslu á líkamlega áreynslu og hreyfingu í skólunum. Sykur var minnkaður og boðið upp á heilnæmari máltíðir í skólum. Og heilbrigðisdeild sveitarfélagsins kom á fót árlegri heildstæðri læknisrannsókn og ráðgjöf til foreldra um heilnæman mat.

„Það eru ekki bara aðgerðirnar sem eru að ná þessum árangri. Ég er vissulega stolt af áætlunum okkar en þetta er ekki bara þeim að þakka heldur fjölskyldunum sem hafa lagt hart að sér,” segir Oili Ylihärsilä, hjá heilsugæslunni í Seinäjoki. „Foreldrar eru meðvitaðri en áður um næringu og hreyfingu.”

Finnland hefur tekið þann pól í hæðuna að flest þau atriði sem hafa áhrif á heilsu barna og unglinga, liggja utan heilbrigðisgeirans og því hefur verið tekin upp sú stefna í heilbrigðismálum að öll stefnuótun taki tillit til heilbrigðissjónarmiða og bæir á borð við Seinäjoki, hlíta þessu kalli.

Finnar hafa í sívaxandi mæli beint sjónum sínum að skólakerfinu í baráttunni við offitu sem hefur nálgast að vera faraldur í Finnlandi vegna óheilnæmrar fæðu, takmörkuðum aðgangi að heilnæmu fæði og skorts á hreyfingu.

Árangurinn af samstilltu átaki er að tekist hefur að stöðva aukningu offitu meðal barna um allt landið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að reynsla Finna sé sönnun þess að hægt sé að ná miklum árangri þegar allir hlutaðeigandi taka höndum saman til að stuðla að heilbrigði.  „Það var erfitt að virkja alla í upphafi en okkur tókst ætlunarverk okkar af því við unnum saman,” segir Ylihärsila. „Átak okkar er nú forgangsmál í allri borginni og fyrirmynd fyrir önnur finnsk sveitarfélög.”