Ójöfnuður eykst í heiminum

0
442
poverty

poverty

19. janúar 2013. Síðustu þrjátíu ár hafa verið einstaklega gjöful fyrir ríkasta fólk heims. Fjármálakreppan hefur ekki dregið úr þeirri þróun. Tekjur eitt prósent ríkasta fólks Bandaríkjanna nema sem svarar til 20% af tekjum landsins en í Kína eru tekjur þeirra tíu prósenta sem ríkastir eru jafnvirði 60% allra tekna.

Efnahagslegur ójöfnuður fer vaxandi að því er fram kemur í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Oxfam en hún er gefin út í tilefni af fundi fjármálajöfra í svissneska bænum Davos 23. janúar.

Hundrað ríkasta fólk heims hafði tvö hundruð og fjörutíu milljarða Bandaríkjadala í tekjur árið 2012 en það væri nóg til að binda enda á sárustu fátækt í heiminum, ekki einu sinni heldur fjórum sinnum.  

“Við getum ekki lengur tekið undir að auðsköpun hinna ríkustu, gagnist öllum. Því miður bendir flest til þess að því sé þveröfugt farið,” segir Jeremy Hobbs, forstjóri Oxfam.


Mynd: Fátækrahverfi á Indlandi. SÞ/Kibae Park