Ólafur Ragnar hitti Ban Ki-moon

0
455

Grimsson

20.september 2013. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands átti í dag fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

Þeir ræddu síðustu tilraunir til að finna pólitíska lausn á deilunni í Sýrlandi. Framkvæmdastjórinn og forsetinn skiptust á skoðunum um viðleitnina til að stemma stigu við loftslagsbreytingum, þar á meðal jarðhita og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Framkvæmdastjórinn hvatti Íslendinga til að halda áfram lofsamlegri viðleitni sinni til að beisla hreina orku og deila reynslu sinni og nýjungum með ríkjum um allan heim sem gagnaðist í baráttunni fyirir fæðuöryggi og við að bæta lífsafkomu.