Pillay: Rio+20 taki til mannréttinda

0
440

Earth summit

18. apríl 2012: Nú þegar viðræður um niðurstöður Rio+20 Ráðstefnunnar eru að ná hámarki, hveturNavi Pillay, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna aðildarríki samtakanna til þess að tryggja að mannréttindi séu höfð í huga á öllum stigum í viðræðunum og í lokayfirlýsingunni.

Ráðstefna um sjálfbæra þróun verður haldin í júní í sumar, tuttugu árum eftir hina þýðingarmiklu Rio yfirlýsingu. Pillay sager í bréfi til allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að því miður sé ekki tekið nægilegt tillit til mannréttindasjónarmiða í fyrirliggjandi drögum að lokayfirlýsingu Rio + 20 ráðstefnunnar.

“Fólk um allan heim hefur flykkst út á götur og krafist af mikilli ástríðu að grundvallarmannréttindi séu virt – og oft lagt sig í mikla hættu,” segir Pillay. “Til þess að árangur náist á Rio+20 þá verða skýlaus mannréttindaákvæði að vera til staðar.”

Pillay varar við því að ósamræmi á milli alþjóðlegra mannréttindastaðla, umhverfissjónarmiða og efnahagsstefnu geti grafið undan öllum þremur atriðum.

“Áætlanir sem byggja á þröngri viðleitni til að efla hagvöxt án tillits til sanngirni og tengdra umhverfislegra, félagslegra og mannréttinda sjónarmiða munu ekki ná hagrænum markmiðum sínum og auk þess skaða plánetuna og grundvallarréttindi fólksins, “ segir hún.

Mannréttindafulltrúinn bendir á að fjölmörg dæmi séu um að viðleitni til að glæða sjálfbæra þróun hafi valdið samfélögum sem standa höllum fæti skakkaföllum; flæmt fólk burt af landi sínu; heimilum og rænt það lífsviðurværi.


“Tæknikratískir ferlar útiloka konu frá ákvarðanatöku og ala á efnhagslegu og félagslegu misrétti. Frumbyggjar hafa matt þola ágang á land sitt þegar ætlunin hefur verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda; matvælaframleiðsla hefur orðið að víkja fyrir framleiðslu lífræns eldsneytis og mannvirkjagerð hefur leitt til brottreksturs heilla samfélaga í heilu lagi, “ segir Pillay.

“Í fáum orðum sagt er sú þróun sem tekur tillit til þátttöku folks, ábyrgð og valdeflingu, skilvirkari, réttlátari og þegar upp er staðið varanleg.”

Pillay segir að Rio yfirlýsingunni frá 1992 hafi ekki aðeins verið fagnað vegna þess að þar fór samræmd aðferð til efnahagslegrar- félagslegrar og umverfisvænnar þróunar, heldur einnig vegna þess að mannréttindasjónarmið voru eins og rauður þráður í sjálfbærri þróun.”
Hún hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja að skyldur þeirra á sviði mannréttindamála og viðleitni til að efla græna hagkerfið, væru í fullu samræmi.