Plast í Paradís

0
609

Hornstrandir

2. Apríl 2014. Við beinum sjónum okkar að plastmengun í höfunum í fréttabréfi Norðurlandasviðs UNRIC að þessu sinni. Kveikjan er óneitanlega ljósmyndir sem franski ljósmyndarinn Julien Joly tók á Hornströndum sem sýna og sanna að plast ógnar meira að segja þessasri afskekktu paradís.Við lítum á fleira: þegar plast er annars vegar er ekkert sem heitir að henda „út í buskann“ því það hverfur ekki. Hringiður af plastúrgangi eru á fimm stöðum á heimshöfunum. Evrópusambandið hefur skorið herör gegn plastpokum og við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Í lokin er svo allt annað, Norðurlandabúa mánaðarins Bo Schack sem heldur sínu striki þrátt fyrir skotárás í Afganistan.