„Þú ert ljót, lyktar illa og átt skilið að deyja!“

0
489

VAW09T

25.nóvember 2014. Ofbeldi gegn konum þekkir engin landamæri, stéttaskiptingu né menningarmörk. Og ofbeldi er ekki alltaf líkamlegt. Um heim allan mun þriðja hver kona sæta andlegu-, líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi einhverju sinni á æfinni; allt frá áreitni á vinnustað og einelti á netinu til heimilisofbeldis og nauðgunar.

Violence against womenÁ síðasta ári bættist breska stúlkan Rebecca Ann Sedwick í hóp barna og ungmenna sem fremja sjálfsvíg, að hluta til að minnsta kosti, vegna skítkasts, hótana og skens á netinu; ekki síst í krafti nýrrar tækni til að deila texta og myndum. Í Bretlandi voru nokkur sjálfsmorð ungmenna rakin til síðunnar ask.fm og var safnað undirskriftum til að hvetja stjórnendur hennar til að sýna meiri ábyrgðartilfinningu þegar einelti er annars vegar. Í apríl síðastliðnum stökk bresk táningsstúlka fram af sjöttu hæð á byggingu og lét lífið,eftir að hafa fengið eftirfarandi skilaboð á ask.fm: “dreptu þig. Þú ert tík.”

En sú ógn sem sumum unglingum stafar af hótunum á netinu eru aðeins toppurinn á ísjakanum.  Undir “hefðbundið” ofbeldi flokkast til dæmis heimilisofbeldi og kynferðisleg áreitni sem eru síður en svo á undanhaldi. Kynferðislegt og kynbundið ofbeldi er grófasta birtingarmynd ójafnréttis sem konur og stúlkur sæta um allan heim.VAW05T

“Konur og stúlkur sæta ofbeldi í öllum ríkjum og öllum hverfum, en oft eru þessir glæpir ekki tilkynntir og leynd hvílir yfir þeim,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. “Við verðum að rjúfa þögnina.”

 Öll berum við ábyrgð á því að binda enda á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Byrjunin er að skora á hólm þá mismunun sem leyfir ofbeldi að þrífast.

 16 dagar fyrir betri heim

UNWOMEN 1Að þessu sinni er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi  helgaður því grasrótarstarfi sem kennt er við vígorðið Litaðu hverfið þitt appelsínugult

Á árum áður voru kvenréttindi álitin einkamál kvenna en sífellt fleiri karlar og drengir taka upp hanskann í baráttunni fyrir valdeflingu kvenna.

Fyrir tveimur mánuðum hleypti ég af stokkunum herferðinni HannFyrirHana , þar sem sett hvatt er til alheimssamstöðu til stuðnings jafnréttis kynjanna, þar sem annar helmingur mannkynsins styður hinn helminginn, í allra þágu,“ segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu. Meir en 200 þúsund karlmenn hafa gengið til liðs við hreyfinguna.

Frá 25.nóvember, Alþjóðadagsins gegn kynbundnu ofbeldi til 10.desember, Mannréttindagsins, eru 16 dagar virkni gegn kynbundnu ofbeldi.

Örugg borg

Örugg borgÁ morgun verður átak á Íslandi í tilefni Alþjóðadagsins á vegum UN Women og stuðningsaðila. Mæting er á Klambratúni í Reykjavík þriðjudaginn 25. nóvember kl. 17.15.
Í tilkynningu frá UN Women segir: „Við skorum á ykkur að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og taka þátt í að skapa ógleymanlega stund með þátttöku í einstökum viðburði.
Lokaathöfn átaksins „Örugg borg“ verður verkið Skínalda, eftir listamanninn Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Viðburðurinn verður haldinn 25. nóvember á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi þar sem samspil ljóss, tóna og fólks verður í aðalhlutverki.
Í krafti fjöldans munum við búa til ljósaspíral þar sem við sendum frá okkur skilaboð út í samfélagið og heim allan um að breytingar séu mögulegar. Kórar syngja undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur og Lilju Daggar Gunnarsdóttur.

Allir eru hvattir til að koma með ljósgjafa, t.d. vasaljós, snjallsíma eða kerti svo ljósið verði sem skærast. Flutningstími verksins er 10 mínútur og verður boðið upp á kakó að því loknu. Vertu með!  Gangið til liðs við hreyfinguna – rjúfum þögnina!

Aðrir skyldir tenglar:

UN Women

Öruggar borgir  www.oruggborg.is

• Facebook:

https://www.facebook.com/events/1503927063216378/?source=1

https://www.facebook.com/SayNO.UNiTE

Myndirnar eru úr auglýsingasamkeppni UNRIC um efnið „Segjum nei við ofbeldi gegn konum“ sem haldin var 2011.