Rannsóknir á þrælasölu auka vitund um kynþáttahatur

0
466
2

2Ban Ki-moon, telur að saga þrælahalds og þrælasölu yfir Atlantshafið eigi enn erindi við okkur.

Í ávarpi hans á Alþjóðlegum degi til minningar um fórnarlömb þrælahalds og þrælasölu yfir Atlantshafið, 25. mars 2011, segir framkvæmdastjórinn að þrælasalan hafi verið “einn umfangsmesti harmlegur í sögu mannsins.”

“Með því að rannsaka þrælahald, leggjum við lóð á vogarskálarnar í að berjast gegn verstu tilhneigingum mannkynsins. Með því að fara ofan í saumana á þeim hindurvitnum sem lágu að baki og stuðluðu að viðgangi þessa, aukum við vitundina um viðvarandi hættu á kynþáttahatri og mannvonsku.”

“Lögbundin þrælasala hefur verið afnumin, en enn þrífst annars konar mansal á borð við skuldaþrælkun og heimilisþrældóm, þvinguð hjónabönd, hjónabönd barna, eiginkonusala og sala barna,” sagði Ban.

Þema alþjóðlega dagsins í ár er “lifandi minningar þrjátíu milljóna ósagðra sagna.” 

Sjá nánar: http://www.un.org/en/events/slaveryremembranceday/