Refsileysi er algjört í Líbýu

0
555
Libya

Libya

24.febrúar 2016. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna bendir til að víðtæk mannréttindabrot hafi verið framin í Líbýu undanfarin ár.

Í skýrslu samtakanna segir að brýnt sé að grípa til aðgerða til að uppræta refsileysi og efla og bæta réttarkerfi í landinu.
„Þrátt fyrir að víðtæk mannréttindabrot séu farin, eru sjaldan sagðar fréttir frá Líbýu. Fjölmargir aðildar innan og utan ríkisins eru sakaðir um mjög alvarleg brot og afbrot sem í mörgum tilfellum flokkast undir stríðsglæpi,“ segir Zeid Ra’ad Al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Rannsóknin nær aftur til ársins 2014 og greinir frá fjölda ólöglegra manndrápa, þar á meðal aftökum á föngum. Greint er frá handahófskenndum árásum á þýttbýl svæði, þar sem litlu hefur verið skeytt um að vernda óbreytta borgara. Pyntingum og illri meðferð hefur verið beitt og hafa fangar týnt lífi í haldi herlögregu og leyniþjónustu hersins. Fólk hefur verið handtekið af geðþótta, dæmi eru um mannrán og þvinguð mannshvörf. Konur mega þola mismunun og kvenréttindakonur hafa sætt árásum vopnaðra manna. Þá hafa mannréttindafrömuðir og blaðamenn sætt árásum.

Farandfólk á mjög undir högg að sækja, mansal er útbreitt og fólkið sætir illri meðferð af hálfu yfirvalda, vígasveita og smyglara. Fjöldi fólks hefur verið tekið höndum án nokkurar réttarmeðferðar og sitja 3,245 manns í fangelsi, aðeins í vesturhluta landsins.

„Eitt af því sem vekur mesta athygli í skýrslunni, er hversu algjört refsileysi er í Líbýu og að réttarkerfið hefur brugðist kerfisbundið,“ segir Zeid.
„Skýrslan sýnir svo ekki verður um villst að réttarkerfið hefur hvorki dug né hæfni til að stunda tafarlausar, óháðar og trúverðugar rannsóknir eða sækja þá til saka sem gerst hafa sekir um mannréttindabrot og misþyrmingar.“
Sjá nánar hér.