Norðurlönd vilja fast sæti fyrir Afríku

0
479
image

image

23.febrúar 2016. Norðurlönd hvetja til þess að Afríka fái fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Olof Skoog, fastafulltrúi Svía hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti sameiginlegri afstöðu Norðurlandanna fimm í ávarpi í millríkjaviðræðum um umbætur á starfi Öryggisráðsins í gær og lýsti ótta þeirra við að grafið yrði undan lögmæti ráðsins til lengri tíma litið ef aðildarríkjum þess yrði ekki fjölgað.

Markmið okkar er að í Öryggisráðinu verði fulltrúar fleiri jarðarbúa, starf þess verði gagnsærra,öflugra og ábyrgðarfyllra en nú er,” sagði sænski fastafulltrúinn.

Skoog sagði að ráðið yrði að endurspegla betur raunveruleika samtímans, þar á meðal með fullnægjandi þátttöku ríkja Afríku, Suður-Ameríku og Asíu.

Norðurlönd styðja óskir Afríkuríkja um hvort tveggja fast sæti og fleiri sæti í stækkuðu Öryggisráði. Við teljum einnig að öðrum heimshlutum…beri að fá aukinn fjölda fulltrúa; þar á meðal í föstum sætunum.”

Þá ættu öll ríki, án tillits til stærðar þeirra, að fá tækifæri til þess að sitja í ráðinu og leggja þannig fram sinn skerf til friðar og öryggis í heiminum.

Mynd: Fastanefnd Svíþjóðar hjá Sameinuðu þjóðunum.