Réttinn til þróunar í fyrirrúm

0
464
alt

altMannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að“raunveruleg þróun” sé nafnið tómt “án mannréttinda.”

Í grein sem hún skrifar í nokkur dagblöð í heiminum í tilefni af Fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni minnst þróuðu ríkjanna skrifar frú Navi Pillay að ráðstefnuna beri upp á tíma  mikillar upplausnar í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku: “Það leikur enginn vafi á því að ein af rótum uppþotanna er sú að fólki hefur verið meinað að njóta réttar síns til þróunar.”

 Pillay segir að ýmis atriði hafi komið atburðarásinni af stað, svo sem útbreidd fátækt og ójafnrétti, sívaxandi atvinnuleysi, skortur á tækifærum og skortur á viðurkenningu á efnhagslegum, félagslegum og menningarlegum, borgaralegum og pólitískum réttindum. Hún bendir á að öll þessi atriði heyri undir Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttinn til þróunar sem verði 25 ára á þessu ári.

“Grundvallaratriði yfirlýsingarinnar eru meðal annars að setja fólk í fyrirrúm í þróunarmálum,að tryggja frjálsa, virka og mikilsverða þátttöku einstaklinga; að deila afurðum þróunar á réttlátan hátt og viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt um notkun auðlinda.”

“Skilaboð mín til ráðstefnu minnst þróuðu ríkjanna eru skýr: Mannréttindi og rétturinn til þróunar ættu að vera í fyrirrúmi í þróunarstefnu. Réttinn til þróunar ber að setja í forgang í efldum félagsskap um þróun og hann ætti að vera leiðarljós í hnattrænni áætlun til að mæta nýjum áskorunum.”