Saksóknari óskar eftir að forseti Súdans verði dreginn fyrir rétt

0
417

14. júlí 2008 – Saksóknari við Alþjóðlega glæpadómstólinn kynnti í dag sönnunargögn um aðild forseta Súdans að meintum stríðsglæpum í Darfur, þar á meðal þjóðarmorði. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fór fram á að saksóknarinn rannsakaði meinta stríðsglæpi í Darfur fyrir þremur arum.

 

Luis Moreno-Ocampo saksóknari óskaði eftir því að gefin yrði út handtökuskipun á hendur Omar Al-Bashir, forseta Súdans enda beri hann “glæpsamlega ábyrgð í tíu atriðum sem varði þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi,” að því er segir í fréttatilkynningu frá dómstólnum.
Talið eð 300 þúsund hafi látist í Darfur ýmist af völdum beinna vopnaviðskipta eða sjúkdóma, vannæringar eða skertra lífslíkna frá því átök hófust fyrir fimm árum. Uppreisnarmenn hafa átt í höggi við stjórnarherinn og bandamenn hans, svokallaða Janjaweed-sveitir arabískra vígamanna.  
“Markmið hans eru að mestu pólítisk. Skálkaskjól hans er að berja niður uppreisn. Takmark hans er þjóðarmorð,” sagði  Mr. Moreno-Ocampo.
Sönnunargögnin sem lögð voru fram í Alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Haag, sýna að Al-Bashir hafi lagt á ráðin og hrynt í framkvæmd áætlun um að ganga á milli bols og höfuðs á Fur, Masalit og Zaghawa ættbálksins vegna uppruna þeirra
Moreno-Ocampo sagði að undanfarin fimm ár hafi herinn og Janjaweed sveitirnar ráðist á og eyðilagt þorp að skipan Al-Bashirs. Þá hafi millónir óbreyttra borgara flosnað upp, þegar vígamenn drápu karla og nauðguðu konum. “Ég get ekki veitt mér þann munað að líta undan. Ég hef sannannir,” sagði saksóknarinn.
Ef ákærur verða gefnar út, verður forseti Súdans fyrsti sitjandi þjóðarleiðtogi sem ákærður er fyrir stríðsglæpi.
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekaði að stríðsglæpadómstóllinn væri óháð stofnun og að hann hefði engin áhrif á störf hans. Ban lagði áherslu á þetta atriði í símtali við Al-Bashir á laugardag. 
Sameinuðu þjóðirnar hafa fækkað í starfsliði sínu í Súdan en 7 friðargæsluliðar voru drepnir og 19 særðir, þar af sjö alvarlega, í Um Hakibah í norður Darfur fyrir viku.