Samar: „Samískur arfur er í öllu sem ég geri.“

0
311
Þjóðhátíðardagur Sama
Elin Marakati við upphaf frumsýningar stuttmyndar hennar á Sundance hátíðinni.

Frumbyggjar. Samar. Þjóðhátíðardagur Sama. Samar halda upp á þjóðhátíðardag sinn, 6.febrúar með menningarhátíð. Þessi dagur varð fyrir valinu því 6.febrúar 1917 var fyrsta Sama-þingið haldið í Þrándheimi í Noregi. 

Blaðamaðurinn og hreindýrabóndinn Elin Marakatt lítur björtum augum fram á veginn, þrátt fyrir flókna sögu aðskilnaðar og ofsókna á hendur Sömum. Hún segir framtíð ungra Sama bjarta og að menntun sé lykill að árangri.

Þjóðhátíðardagur Sama
Samar hafa verið hreindýrabændur frá því á 17.öld. Mynd: Unsplash/Nikola Johnny Mirkovic

„Það hafa orðið framfarir, að mínu mati, en of hægar,“ segir Marakatt í viðtali. „Ég lærði samísku í skóla, sem stóð foreldrum mínum ekki til boða. Öll börnin lærðu um Sama og menningu þeirra í skóla. Það ríkir mikil fáfræði um Sama og það skapar fordóma.“

Samar eru frumbyggjar Norðurlanda og koma frá svokölluðu Sápmi-svæði, sem nær yfir norðurhluta Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Kóla-skaga í Rússlandi. Þeir njóta réttinda sem minnihlutahópur á Norðurlöndum, sem þýðir að menning, þeirra og tungumál hafa lagalega stöðu. Mállýskur Sama eru níu talsins og eru sumar þeirra í bráðri útrýmingarhættu.

Að verja menninguna

Þjóðhátíðardagur Sama.
Sama-fáninn. Mynd: Unsplash/Thom Reijnders

Elin Marakatt býr í þorpinu Lainiovuoma. Meirihluti íbúanna eru Samar, en fari hún út fyrir þorpsmörkin blasir þekkingarleysið við.

„Sýknt og heilagt þarf að útskýra og verja menninguna, tunguna og séreinkenning gagnvart meirihlutanum. Það er hluti af mér að vera Sami og ég hugsa oft til forfeðra minna. Þeir börðust af krafti fyrir samískri tungu, lífi og sjálfsvitund, sem þeir sköpuðu,“ segir Elin Marakatt.

Hún hefur skrifað barnabækur um menningu Sama og lifnaðarhætti. Mynd hennar Hin ófædda Biru var frumsýnd í janúar síðastliðinum á Sundance kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum.

„Samískur arfur minn er í öllum sem ég geri. Ég vil glíma við samískan arf minn, jafnt tungu, sem menningu og lifnaðarhætti í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég vil líka að meirihlutinn og veröldin öll, geti tekið þátt í því.“

Elin Marakatt mun halda upp á þjóðhátíðardag Sama með kvöldverði og jojk-tónleikum í Karesuando.  „Þessi dagur skiptir miklu máli, því þetta er dagur Sama og ber að fagna. Maður finnur til mikillar samkenndar með Sömum, í hvaða ríki sem þeir búa.”

Sjá einnig hér, hér,  hér og hér.