Sameinuðu þjóðirnar heita að vera eins lengi í Afganistan og nauðsynlegt er

0
452

3. apríl 2008 –Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hét því í dag að samtökin myndu vinna eins lengi að því að koma á friði, öryggi og þróun í Afganistan og nauðsyn krefði. “Við munum ekki yfirgefa Afganistan svo lengi sem afganska þjóðin þarf á okkur að halda,” sagði Ban Ki-moon á fundi í tengslum við leiðtogafund NATO í Búkarest.  

Ban ræðir við Frederik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar á fundi í tengslum við leiðtogafund NATO í Búkarest. 

Ban viðurkenndi að SÞ hefði ekki verið eins skilvirk og æskilegt hefði verið í því að samræma starf alþjóðasamfélagsins, en bætti því við að ný ályktun Öryggisráðsins myndi auðvelda SÞ að taka ákveðnari forystu.  
Ban Ki-moon þakkaði sérstaklega Svíum fyrir að bjóðast til að halda ráðstefnu til að samræma alþjóðlegt uppbyggingarstarf í Írak 29. maí næstkomandi.