Sameinuðu þjóðirnar styðja baráttu unga fólksins

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í áramótaávarpi sínu að á nýju ári blasi hvarvetna við óvissa og óöryggi í heiminum, en hins vegar felist í von í virkni ungs fólks á árinu sem er að líða.

Nýársávarp Guterres:

„Héðan frá Sameinuðu þjóðunum fagna ég nýju ári með ykkur.

Þegar árið 2020 ber að garði blasir hvarvetna við óvissa og óöryggi.

Ójöfnuður er þrálátur og hatur fer í vöxt.

Heimurinn er stríðshrjáður og hiti hækkar á plánetunni.

Loftslagsbreytingar eru ekki aðeins langtímavandamál heldur skýr og nálæg hætta.

Við getum ekki leyft okkur að vera kynslóðin sem lék á fiðlu á meðan plánetan brann.

En það er líka von.

Að þessu sinni beini ég máli mínu í nýársávarpinu til stærstu uppsprettu vonarinnar en það er unga fólkið í heiminum.

Hvort heldur sem er í loftslagsmálum, baráttu fyrir jafnrétti kynjanna, félagslegu réttlæti og mannréttindum; þá eruð þið unga kynslóðin fremst í víglínunni og í fyrirsögnum fjölmiðla.

Ég sæki mér innblástur í ástríðu ykkar og ákveðni.

Þið krefjist réttilega hlutverks í því að móta framtíðina.

Ég styð ykkur.

Guterres ræðir við börn
Nýársávarp Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar standa að baki ykkur og þær tilheyra ykkur.

Árið 2020 minnumst við 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna.

Við ýtum úr vör Áratug í þágu Markmiðanna um sjálfbæra þróun, vegvísis okkar um réttlátari hnattvæðingu.

Á þessu ár þarfnast heimurinn þess að ungt fólk láti rödd sína heyrast. Haldið áfram að hugsa stórt. Haldið áfram að láta reyna á mörkin. Og haldið áfram að halda uppi þrýstingi.

Ég óska ykkur friðar og hamingju árið 2020.

Þakka ykkur fyrir.“

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra