Samkynhneigð: Úganda dregur í land

0
481

ugandahomo

5.ágúst 2014. Sameinuðu þjóðirnar fagna því að lög gegn samkynhneigð hafa verið ógilt í Úganda.

Stjórnarsrkárdómstóll landsins hefur kveðið upp úrskurð um að ógilda lög sem sett voru fyrr á þessu ári. Samkvæmt þeim varðaði það lífstíðarfangelsi að gerast sek(ur) um samkynhneigð eða hjónaband sama kyns. Þá var fimm til sjö ára fangelsi refsing við því að láta undir höfuð leggjast að tilkynna um slíkt athæfi. Ástæðan var sú að ákvörðunarbær meirihluti hafi ekki verið til staðar þegar lögin voru samþykkt á þingi.

Lög þessi voru fordæmd af fjölmörgum ríkjum og samtökum og sum ríki hættu við þróunaraðstoð við Úganda í kjölfarið. Sameinuðu þjóðirnar fögnuðu úskurðinum sem sigri fyrir réttarríkið og félagslegt réttlæti. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri samtakanna lauk lofsorði á alla þá sem unnu að þessum málalokum, sérstaklega formælendur mannréttinda í Úganda sem tóku mikla persónulega áhættu með andófi sínu gegn lögunum. Ban hvatti einnig til þess að stigin yrðu fleiri skref í þá átt að afnema bann í lögum við samkynhneigð og kveða niður fordóma og mismunun gegn hommum, lesbíum, tvíkynhneigðum og transfólki í Úganda.

UNAIDS, Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna fagnaði einnig úrskurðinum en stofnunin hafði varað við því að lögin væru þrándur í götu viðleitni til að berjast gegn HIV/alnæmi í Úganda. “Þetta er mikill sigur félagslegs réttlætis,” sagði Michel Sidibé, forstjóri UNAIDS.  

Takið þátt í Frjáls og jöfn, herferð Sameinuðu þjóðanna!