Sigrumst á alnæmi fyrir 2030

0
492

UNAIDS WAD2014 closegap 04 842x596px en

1.desember 2014. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til þess að bundinn verði endir á Alnæmisfaraldurinn fyrir árið 2030.  

Verulegur árangur hefur náðst í baráttunni við HIV/Alnæmi. Nýjum HIV smitum hefur fækkað um 38% miðað við 2001 og á meðal barna um 58%. 

aids2Þúsaldarmarkmiðin um þróun tóku til HIV/Alnæmis (markmið númer 6) og tókst að ná því markmiði fyrir tímamörkin 2015. Markmið um að útvega sífellt fleirum aðgang að meðferð um allan heim eru á áætlun. Í júní 2014 höfðu 13.6 milljónir smitaðra aðgang að samsettri lyfjameðferð sem notuð er gegn HIV og Alnæmi.

Þrátt fyrir þetta hafa milljónir manna engan aðgang að meðferð og forvörnum. 2.1 milljón manna smitaðist af HIV árið 2014 og 1.5 milljón lést af völdum kvilla sem rekja má til alnæmis. Meir en 240 þúsund börn smituðust. Aðeins 38% allra fullorðinn sem lifa með HIV fá meðferð og aðeins 24% barna fá lífsnauðsynleg lyf. HIV/Alnæmi er enn um sinn ein helsta heilbrigðis ógn heims, sérstaklega í tekjulægri ríkjum.

Ný markmið um að binda enda á Alnæmisfaraldurinn fyrir 2030 eru komin fram á sjónarsviðið. „Á Alþjóða alnæmisdeginum hvet ég leiðtoga ríkja heims til að sameinast um sameiginlegt aidshagsmunamál okkar. Við verðum að setja okkur metnaðarfull markmið. Bindum enda á alnæmisfaraldurinn fyrir 2030,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínum.  Alnæmisfaraldurinn er í sókn í Austur-Evrópu, Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Smán, mismunun og refsilög eru olía á eldinn. Oft og tíðum þarfnast starf stuðningshópa aðstoðar,” segir Ban Ki-moon. Við skulum engan skilja eftir.”

HIV Ísland halda upp á Alþjóðlega alnæmisdaginn, Dag rauða borðans í dag í dag með opnu húsi og skemmtidagskrá á Hverfisgötu 69. Á heimasíðu samtakanna segir: „Náum núllpunkti, eyðum fordómum! Í tilefni dagsins verður opið hús hjá Hiv Ísland. Boðið verður upp á kaffi og hnallþórur milli kl. 16.00 og 19.00.  Stefán Jón Hafstein les úr bók sinni Afríka-ást við aðra sýn kl. 16. 45. Margrét Pálmadóttir og söngkonur taka lagið kl. 17.15. Snyrtivörufyrirtækið MAC afhendir HIV Ísland veglegan peningastyrk. Vinir og velunnarar! Verið hjartanlega velkomin!“

Tenglar:

Greinar á íslensku á vef UNRIC:

HIV: Ungt fólk stærsti áhættuhópurinn 

HIV smituðum fækkar

Aðrir tenglar:

Staðreyndir um HIV/Alnæmi

Ávarp forstjóra UNAIDS.

Að binda enda á Alnæmi fyrir 2030

HIV Ísland