Milljónir barna hnepptar í þrældóm

0
489

þrælahald

2.desember 2014. Talið er að 21 milljón manna í heiminum í dag hafi verið hnepptar í þrældóm. 4.5 milljónir eru þvingaðar í kynlífsvinnu, en 26% þræla nútímans eru yngri en 18 ára.

Þeir sem þvingaðir eru til vinnu eru oft þeir sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Sem dæmi má nefna farandverkamenn sem festast í skuldafeni; iðn- eða landbúnaðarverkamenn sem haldið er nauðugum og fá greitt lítið sem ekkert fyrir vinnu sína, konur og stúlkur sem eru neyddar í vændi og börn sem látin eru vinna frá unga aldri.

Þvingunar- og barnavinna er oft að finna á sömu slóðum og í sömu greinum (landbúnaður, byggingarvinna, heimilisstörf, verksmiðju). Ástæðurnar fyrir því að slík örlög bíða fólks eru fátækt og mismunun.

Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO)childlabour telur að 85 milljónir barna vinni nú við hættulegar aðstæður og að 22 þúsund börn látist árlega við störf sín.

25 árum eftir samþykkt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, vinna drengir og stúlkur oft við hörmulegar aðstæður. Karlar eru skildir frá fjölskyldum sínum og læstir inni í leyni-verksmiðjum, fá smánarlaun og eiga litla möguleika á að borga aftur skuldir sínar,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðlega degi afnáms þrælahalds. 

Staðreyndir um þvingunarvinnu:

  • Nærri 21 milljón manna hefur verið þvinguð til vinnnu, 11.4 milljónir kvenna og stúlkna og 9.5 milljónir karla og drengja.
  • Um 19 milljónir fórnarlamba hafa lent í klóm einktaaðila eða fyrirtækja og meir en 2 milljónir hjá ríkjum eða uppreisnarhópum.
  • 68% þeirri vinna í landbúnaði, byggingarvinnu, heimilisstörf eða verksmiðjuvinnu.
  • 4.5 milljónir eru neyddir til starfa í kynlífsiðnaði.
  • Farandverkafólk og frumbyggjar eru í sérstakri hættu að vera þvingaðir í þrældóm..