Sjálfstæðisviðurkenning Rússa hamlar lausn Georgíu-deilunnar segir Ban

0
416

 26. ágúst 2008 – Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé vissulega ákvörðun hvers ríkis að viðurkenna fullveldi annara ríkja en varaði hins vegar við því að “atburðir dagsins geti haft víðtækar afleiðingar fyrir öryggi og stöðugleika í Kákasus.”

  Rússland viðurkenndi í dag sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu, tveggja héraða í Georgíu..
Ban sagði einnig að þetta torveldaði “núverandi viðleitni til að finna sameiginlega lausn á vandamálum Georgíu innan vébanda öryggisráðsins.” 
Í yfirlýsingu sinni í dag ítrekaði framkvæmdastjórinn að sex liða samkomulagi Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands og oddvita Evrópusambandsins og Dmitry Medvedev, forseta Rússlands yrði hrint að fullu í framkvæmd.