Sjöunda hvern dag er blaðamaður drepinn

0
403
PRESS FREEDOM

PRESS FREEDOM

1.maí 2015. Fjölmiðlafrelsi á undir högg að sækja enda er blaðamennska orðið hættulegt fag en þúsund blaðamenn hafa látist við störf síðan 1992.

Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis  er haldinn 3.maí ár hvert og er ætlað það hlutverk að minna stjórnvöld á nauðsyn þess að virða skuldbindingar sínar um frelsi fjölmiðla. Deginum er einnig ætlað að vera stund íhugunnar á meðal fjölmiðlafólks um málefni tengd frelsi fjölmiðla og siðfræði blaðamennskunnar.

Uppgangur öfgasinna og glæpagengja sem ræna og drepa blaðamenn, auk vaxandi aðgerða stjórnvalda í nafni baráttu gegn blaðamennsku, mynda vanheilagt bandalag sem er stærsta ógnunin gegn blaðamennsku á síðari tímum. 

Nú síðast hafa blaðamenn verið notaðir sem peð í áróðursstríði, eins og þegar hið svokallað Íslamska ríki hálshjó blaðamenn. Að sögn Blaðamanna án landamæra eru hópar sem ekki tilheyra ríkisvaldi orðnir mesta ógnin við starf blaðamanna í mörgum ríkjum.

Erítrea og Norður-Kórea eru talin þau ríki þar sem mesta skorður eru settar við störfum blaðamanna, þar á meðal ritskoðun. Að sögn Nefndar um vernd blaðamanna (CPJ) nota stjórnvöld í þessum ríkjum ýmis ráð til að halda völdum, þar á meðal miklar skorður við frelsi fjölmiðla sem birtist á ýmsan hátt, svo sem ríkiseinokun, njósnum, harðræði í garð blaðamanna og hótanir um frelsissviptingu, auk útilokunar erlendra blaðamanna frá löndunum.

Sýrland er orðið hættulegasta ríki jarðar til að stunda blaðamennsku. Stríðið hefur haft geigvænleg áhrif á fjölmiðla í öllum heimshlutanum og ýft upp skiptingu fjölmiðla á milli andstæðra fylkinga í Líbanon.

Fjölmiðlun á ekki einungis undir högg að sækja í þeim ríkjum heims þar sem átök ríkja. Annars staðar er tilhneiging til að túlka ógn við þjóðaröryggi einstaklega rúmt og á kostnað réttarins til að veita og taka við upplýsingum, með því að búa til eftirlitssamfélög. 

„Blaðamenn hafa klemst á milli annars vegar ofbeldishópa utan ríkisvaldsins sem beina spjótum sínum að þeim og hins vegar ríkisvaldinu sem takmarkar borgaraleg réttindi, þar á meðal fjölmiðlafrelsi í nafni baráttu gegn hryðjuverkum,” sagði Joel Simon, forstöðumaður CPJ í tilefni af útgáfu af árskýrslu nefndarinnar árið 2015. 

Hann sagði að skýrslan varpaði ljósi á “alls kyns hættur – frá eftirliti til sjálfs-ritskoðunar, ofbleldis til frelssisviptingar – sem samanlagt þýða að við lifum á einhverjum hættulegustu tímum sem um getur fyrir blaðamenn á síðari árum.”
„Blaðamaður er drepinn við skyldustörf á sjö daga fresti. Engum er refsað í níu skipti af hverjum tíu. Margir aðrir sæta harðræði, hótunum eða ofbledi. Þetta er einfaldlega óásættanlegt, sagði Irina Bokova, forstjóri UNESCO í umræðum skömmu eftir árásina á blaðið Charlie Hebdo 14.janúar í ár

Á alþjóðadegi fjölmiðlafrelsis er ástæða til að minnast þess að í tugum ríkja um allan heim eru fjölmiðlar ritskoðaðir, blaðamenn sektaðir, reknir og fjölmiðlum lokað og blaðamenn, ritstjórar og eigendur ofsóttir, handteknir og jafnvel myrtir. Á alþjóðadeginum ber að minnast þeirra blaðamanna í fremstu víglínu sem týna lífi við störf sín.

„Það væri nógu slæmt ef þeir harmleikir sem blaðamenn hafa mátt þola árið 2014 væru einanagraðir atburðir,” sagði sjónvarpskona CNN Christiane Amanpour. „En því miður bendir dauði þúsund blaðamanna frá því árið 1992 og nýliðin árás á Charlie Hebdo, hvorki til þess að slík skelfing gerist aðeins á slæmum árum, né til þess að árásum sé að linna.”

Christiana Amanpour hefur verið skipaður sérstakur sendiherra UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um tjáningarfrelsi.

„Þegar upp er staðið hefur aldrei verið mikilvægara né erfiðara en nú, að vera á verði til að verja frjálsa fjölmiðla í heiminum,“ sagði Amanpour.