Solheim skipaður forstjóri UNEP

0
519
490465

490465

4.maí 2016. Erik Solheim, fyrrverandi umhverfis- og þróunarráðherra Noregs hefur verið skipaður forstjóri UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur tilkynnt Allsherjarþinginu að hann hyggist skipa Solheim í embættið. Hann tekur við af Þjóðverjanum Achim Steiner.

Solheim er nú formaður Þróunaraðstoðarnefndar OECD (DAC). Hann var þróunarráðherra Noregs frá 2005 til 2007 og gegndi því embætti ásamt því að vera umhverfisráðherra frá 2007-2012.  

Höfuðstöðvar UNEP eru í Nairobi í Kenía. 

Mynd. Solheim og Ban Ki-moon í Noregi 2011. UN/Photo: Eskender Debebe.