SÞ biðja bloggara griða

0
472
Zeid

Zeid

16.janúar 2015. Zeid Ra’ad Al Hussein, Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beðið Saudi Arabíu um að stöðva refsingu bloggarans Raef Badawi.

Hann var hýddur fimmtíu sínnum á föstudag og verður hýddur jafn oft á morgun og hvern föstudag þar til þúsund högga refsingu hefur verið fullnægt. 

„Hýðingar eru am mínu mati, að minnsta kosti grimmileg og ómannúðleg refsing. Alþjóðleg mannréttindalög banna slíkar refsingar, til dæmis Sáttmálinn gegn pyntingum sem Sádi Arabíu hefur fullgilt,“ sagði Zaid. „Ég biðla því til konungs Sádi Arabíu um að hann beiti valdi sínu til þess að stöðva þessar opinberu hýðingar með því að náða Badawi og taka til endurskoðunar þessa tegund af einstaklega hörðum refsingum.“

Badawi er netbloggari og baráttumaður. Hann var dæmdur fyrir að nýta sér rétt sinn til tjáningarfrelsis. Hann var dæmdur í tíu ára fangelsi, þúsund vandarhögg og greiðslu hárrar sektar.
Mál Badawi er eitt margra þar sem baráttufólk er sótt til saka. Á mánudag staðfsti dómstóll dóm yfir verjanda Badawi og mági Waleed Abu Al-Khair, en honum var gefið að sök að hafa móðgað dómsvaldið og stofnað ólögmæt samtök. Dómurinn fyrir Al-Khair var þyngdur úr 10 í 15 ár eftir áfrýjun.