Hrist upp í jafnréttisumræðunni á rakarastofunni

0
504
barbershop

barbershop

16. janúar 2015. Nýju ljósi var varpað á jafnréttisumræðuna með frumlegum hætti á svokallaðri „Rakarastofu-ráðstefnu“ sem haldin var í höfðustöðvum Sameinuðu þjóðanna að frumkvæði Íslands og Súrinam. 

 barber3Á fjórða hundrað hafa tekið þátt í jafnréttisráðstefnu sem Ísland og Súrínam hafa staðið að í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York undanfarna tvo daga. Hugmyndin að baki Rakarastofuráðstefnunni er að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og voru ráðamenn og baráttufólk fyrir kynjajafnrétti fengnir til að velta upp hugmyndum um hvernig ætti ná betri árangri.

Í opnunarávarpi sínu minnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á að sem faðir fimm drengja, væri það skylda sín að ala þá upp til að vera nytsamir og ábyrgðarfullir samfélagsþegnar. „Forsenda heilbrigðs sambands karla og kvenna, hvort heldur sem vinir, vinnufélagar eða ættingjar, er að karlar geri sér grein fyrir hvað felist í því að vera karlmaður.“rakarastofa2

„Ráðstefnan í dag er frumleg aðferð til leiða umræðuna inn á nýjar ókannaðar brautir,” sagði Sam Kutesa, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Ráðstefnan er í anda HannFyrirHana (He for she) átaks Sameinuðu þjóðanna en því er ætlað að virkja karla í jafnréttisbaráttunni.
“Rakarastofu-ráðstefnunni er ætlað að hrista upp í hugsun okkar, kasta frá okkur klisjum og vitaskuld breyta hegðun. Í stuttu máli snýst þetta um að jafnrétti kynjanna komi körlum fullt eins mikið við og konum,” sagði Jan Eliasson,varaframkvæmdastjóri og staðgengill Ban Ki-moon.

Ísland og Súrinam áttu frumkvæði að ráðstefnunni.
16094509988 407ae3e01c bGunnar Bragi lagði áherslu á að rakarastofuráðstefnan væri framlag ríkjanna tveggja til að auka umræðu um kynjajafnrétti og að virkja karlmenn í baráttunni fyrir því. „Það hefur tekist að vekja athygli á þessu máli sem er afar ánægjulegt. En það er ekki nóg. Við verðum að halda baráttunni áfram, vonandi hleypir þessi ráðstefna krafti í hana og verður okkur og öðrum hvatning.“
„Kannski veltir einhver vöngum yfir því hvers vegna svo ólík ríki taki höndum saman til að berjast gegn ofbeldi og kynbundnu misrétti. Við segjum hins vegar: Af hverju ekki? Þetta átak er vitnisburður um hversu djúpstæðan vanda við glímum við. Hér er á ferðinni sameiginlegt vandamál og við erum reiðubúin að leggjast til atlögu við vandann,” sagði Ismanto Adna, íþrótta- og æskulýðsmálaráðherra Súrinam.

Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, flutti lokaorð ráðstefnunnar. Hún sagði að ætlunin væri að brjóta niður félagsleg viðmið sem fælu sér kúgun kvenna og legðu hömlur á karla og drengi. HannFyrirHana átakið snerist um að bæði konur jafnt sem karlar þokuðu sér út fyrir þægindarammann.

„Það er ekki nóg að vera góður strákur og góður maður í vondu kerfi. Okkar verkefni er að breyta kerfinu, því vont kerfi mun ætíð draga góða menn niður,” sagði hún.

Sjá einnig: Karlar geri sér grein fyrir hvað er að vera karlmaður (Utanríkisráðuneytið).

Gender issues in a UN Barbershop 

UN „barbershop“ conference aims to dispel stereotypes

HeForShe,