SÞ: ESB þarf að ganga lengra

0
430
UNHCR

UNHCR

22.apríl 2015. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fagnaði því í dag að ESB hygðist grípa aðgerða til að stemma stigu við dauða flóttamanna á Miðjaraðarhafi.

Flóttamannahjálpin telur hins vegar að mun yfirgripsmeiri aðgerða sé þörf ef ekki á að vera framhald á slysaöldu undanfarinnar daga og mánaða.
Volker Türk, aðstoðarforstjóri Flóttamannahjálparinnar (UNHCR) segir að bæði verði að koma til aukið leitar- og björgunarstarf og sannfærandi löglegir valkostir við lífshættulegar ferðir yfir Miðjarðarhafið.
Utan- og innanríkisráðherrar Evrópusambandið komu sér saman í gær um 10 liða aðgerðaáætlun eftir mannskæð sjóslys á Miðjarðarhafi.

Türk, fagnaði því að ESB ríki hygðust deila ábyrgð, svo sem í úrvinnslu beiðna um hæli og móttöku flóttamanna í aðildarríkjum.
Türk segir að Flóttamannahjálpin hvetji til þess að þau atriði áætlunarinnar sem lúti að mótttöku flóttamanna verði efld og aukið við þau. Aðildarríkin þurfi að skuldbinda sig til að taka á móti umtalsverðum fjölda flóttamanna og leyfa þeim landvist. Tryggja þurfi löglegar úrræði, svo fólk sem þarf á alþjóðlegri vernd að halda, neyðist ekki til að stofna lífi sínu í hættu.

Þá verði að auka stuðning við ríki þar sem flestir flóttamenn koma að landi (Ítalía og Grikkland) og auka samábyrgð innan ESB til að þess að létta á þeim ríkjum (aðallega Svíþjóð og Þýskaland) sem taka endanlega við langflestum hælisleitenda.

Flóttamannahjálpin fagnaði einnig að auka ætti björgunaraðgerðir og vísaði á bug fullyrðingum sumra aðildarríkja ESB um að flóttamenn leggi fremur í hafið ef vitneskja um björgun lægi fyrir.

“Það eru engar tölur sem benda til að leitar- og björgunaraðgerðir, auki á straum flóttamanna. Tölur um fjölda flóttamanna 2015 eru mun hærri en 2014 en þá var Mare Nostrum, mun umfangsmeiri björgunaráætlun í gangi.”