SÞ: Hormónatruflandi efni eru heimsógnun

0
540

Hormone disrupting chemicals. UNEP Photo

27. febrúar 2013. Tilraunir hafa ekki verið gerðar á mörgum efnum sem geta haft skaðleg áhrif á hormónakerfið og eru notuð jafnt í búsáhöldum á heimilum sem í iðnaðarvörum. Athygli er vakin á því í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna að sporna verði við gótum því þetta sé orðið eða að verða alvarlegt heilbrigðisvandamál. Í skýrslunni er vakin athygli á tengslum á milli snertingar við efni sem valda áhrifum á hormónakerfi (EDC efni) og heilbrigðisvandamála á borð við brjóstakrabbamein, krabbamein í blöðruhálskirtli, athyglisbrest, ofvirkni barna og krabbameins í skjaldkirtli.

EDC efni berast út í umhverfið með iðnaðar-, landbúnaðar- og heimilisúrgangi auk bruna og losun sorps. Til mannsins berst þetta við inntöku matar, ryks og vatns, öndun gas og öreinda í lofti og  snertingu við hörund.
 
Umhverfisáætlunin og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tóku skýrsluna saman og hvöttu til frekari rannsókna til að auka skilning á samhenginu á milli efna sem geta haft árhrif á hormónakerfið og tiltekinna heilbrigðisvandamála.

Åke Bergman, Prófessor við Stokkhólmsháskóla sem er einn aðalhöfunda skýrslunnar segir: ”Mikilvægasta áskorunin á heimsvísu er að finna leiðir til að minnka hvers kyns snertingu við efni sem valda hormónatruflunum og geta haft neikvæð áhrif á heilsuna. Þetta er ógn við umhverfi af álíka stærðargráðu og áhrif mannsins á loftlsagið.”

“Tilbúin efni eru sífellt stærti hluti af nútímalífi og öflug stoð í efnahagslífi margra landa, en óskynsamleg notkun efna er ógnun við framkvæmd ýmissa þróunarmarkmiða og sjálfbæra þróun fyrir alla, “segir Achim Steiner, forstjóri Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna, (UNEP).

Mynd: Hormónatruflandi efni berast út í náttúruna meðal annars með útgangi. UNEP.