SÞ hvetja G20 til að tryggja velferð allra, ekki bara hinna ríkustu

0
401
Cannes

CannesBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varaði leiðtoga svokallaðra G20 ríkja við því að að það hefði skelfilegar afleðingar í för með sér ef þeir reyndust ófærir um að takast á við hnattrænar á leiðtogafundinum í Cannes í Frakklandi 3.til 4. nóbember. Ástandið á Evru-svæðinu verður efst á baugi á fundinum.
 Í grein í the International Herald Tribune segir framkvæmdastjórinn að leiðtogarnir hafi sögulegt tækifæri og beri raunar söguleg skylda til, að rétta af “vantraustshallann”.
“Til þess að svo megi verða, verða þeir að sameinast. Andspænis kreppu og óvissu verða þeir að marka skýra stefn og taka djarfar ákvarðanir með skýr markmið í huga.  Tími hálfkáks er löngu liðinn.” 
Framkvæmdastjórinn hvetur til þess að mótuð verði “metnaðarfull langtíma félagsmálaáælun,” og skrifar: “Leiðtogarnir í Cannes ættu að samþykkja áþreifanlega aðgerðaráætlun með hag allra landa og þjóða, ekki aðeins henna ríkustu og valdamestu.  

Í greininni sem ber heitið “Klukkan tifar”, leggur Ban út frá því að viðvörunarbjöllur hringi, nú er íbúafjöldi heims sé kominn yfir sjö milljarða markið:
“Fundurinn í Cannes er prófraun á leiðtogana. Heimurinn fylgist með. Ákvarðanirnar sem verða teknar munu snerta hvert land og hverja persónu beint eða óbeint. Það væri skelfilegt ef þeim mistækist. Með visku og framsýni getum við notað þetta augnablik til að skjóta stoðum undir heilbrigða almenna efnahagslega velsæld fyrir alla. Með því að leggjast saman á árarnar getum við komist af hengibrúninni og skipt sköpum fyrir komandi kynslóðir. Við skulum ekki fara í grafgötur með það að er ekki hægt að víkja sér undan erfiðum ákvörðunum. Klukkan tifar.”