SÞ með aðgerðir í tengslum við HM

0
452

 worldcupban

13. júní 2014 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í gær viðstaddur opnunarleik heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í Sao Paulo í Brasilíu.

Ban lýsti mikilli ánægju með að vera viðstaddur opnun HM. “Eins og milljarðar annara hef ég haft ánægju af fótbolta frá unga aldri. Þessi sameiginlega ástríða er gott dæmi um hvernig íþróttir geta sameinað fólk um allan heim um ágæti liðsheildar, sanngirni og gagnkvæmrar virðingar.”

06-12-2014Protect GoalÁ sama tíma hafa ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna beitt sér fyrir ýmsum verkefnum og aðgerðum í tengslum við mótið.

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna beita sér gegn mansali og misnotkun barna (UNICEF ) og barnavinnu, eins og sjá má hér.  UNWomen hafa ýtt úr vör herferðinni „Hinir hugrökku eru ekki ofbeldishneigðir“ (‘O valente não é violento’) til höfuðs ofbeldi gegn konum. Þá hafa Alnæmisstofnunin (UNAIDS) og Mannfjöldastofnunin (UNFPA) sameinast um verkefni verkefni gegn alnæmi í verkefni sem ber nafniðr “Verjum markið”