SÞ: Menntun í þágu friðar

0
485

Peace bell

19. september 2013. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til fjárfestinga í menntun til þess að búa börn undir að gerast heimsborgarar og vera opin fyrir gildum umburðarlyndis og fjöblreytileika.
“Hver stúlka og drengur eiga sklið að fá staðgóða menntun og nema þau gildi sem hjálpa þeim að þroskast og stækka og verða heimsborgarar í umburðurlyndum samfélögum sem virða fjölbreytni,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær. Þá var friðarbjöllunni hringt í New York við athöfn í tilefni af Alþjóðlegum degi friðar sem er á laugardag 21.september.

Friðarbjallan er gjöf frá Japan og hangir í viðarramma í garði fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Henni hefur verið hringt árlega  í tilefni friðardagsins frá því Allsherjarþingið stofnaði til hans árið 1981.

Þema Alþjóðlega friðardagsins í ár er: “Menntun í þágu friðar.” 57 milljónir barna í heiminum njóta engrar kennslu og kennslu milljóna annara er verulega ábótavant. Ban, framkvæmdastjóri minnti á orð Malala Yousafzai, pakistönsku skólastúlkunnar sem var skotin af Talíbönum fyrir að ögra þeim með því að sækja skóla, en hún sagði að “einn kennari, ein bók, einn penni geta breytt heiminum”. Ban lagði út af orðum hennar og hvatti ríkisstjórnir heimsins til þess að auka framlög til menntunar.

Mynd: Ban Ki-moon hringir friðarbjöllunni í tilefni af Alþjóðlegum degi friðar. SÞ-mynd/Paulo Filgueiras.