SÞ skipa erindreka um atvinnu ungs fólks

0
480
young

young

12.ágúst 2016. Nýr erindreki hefur vegið skipaður á vegum Sameinuðu þjóðanna til að berjast fyrir aukinni atvinnu handa ungu fólki. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skýrði frá þessu í blaðagrein í dag í tilefni af Alþjóðadegi æskunnar sem haldinn er 12.ágúst ár hvert.

Fyrsti maður til að gegna starfinu er Werner Faymann, fyrrverandi kanslari Austurríkis.

„Ungt fólk hefur alla hæfileika og orku sem þarf til að leggja lóð á vogarskálar samfélagssins, en skortir tækifæri til að gegna sómasamlegum störfum. 70 milljónir eru atvinnulausar,“ segir Ban í blaðagreininni. 

Kastljósinu er beint að sjálfbærri neyslu í dag á vettvangi Sameinuðu þjóðanna þegar haldið er upp á Alþjóðlegan dag æskunnar.

„Ungt fólk hefur nú þegar mikil áhrif á framleiðslu, neyslu og dreifingu og á stóran þátt í grænum atvinnurekstri með því að hanna sjálfbærar vörur og reka sjálfbær þjónustufyrirtæki,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðadegi æskunnar.

Sjálfbær neysla og framleiðsla er eitt af sautján Sjálfbærum þróunarmarkmiðum sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu í september á síðsasta ári.

„Ungt fólk eru öflugir talsmenn þess að endurnýta og að draga úr sóun og eru í fararbroddi í tækninýjungum sem stuðla að því að hagkerfið gangi síður á auðlindir.”

Sjá nánar um Alþjóðadag æskunnar hér og hér