Skorað í þágu jafnréttis

0
554
Women sport 1

Women sport 1

11.ágúst 2016. Konur eru meira áberandi nú í íþróttum en nokkru sinni fyrr. Þannig eru konur 45% þátttakenda á Ólympíuleikunum í Rio.

Þetta er mikil breyting frá því sem áður var. Á Ólympíuleikunum í París aldamótaárið 1900 voru aðeins 22 konur á meðal 997 þátttakenda. Á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012 tóku konur í fyrsta sinn þátt í keppni í öllum íþróttagreinum.

Women sport 2Engu að síður er langt í land með að fullu jafnrétti hafi verið náð í íþróttum. Konur og stúlkur um allan heim njóta færri tækifæra, fá minna fjármagn, þjálfun og öryggi í íþróttum en karlar. Þegar þær gera íþróttir að atvinnu sinni mætir þeim glerþak og kynbundinn launamunur er mikill.
Útborguð laun í siðustu heimsmeistarakeppni kvenna námu 15 milljónum Bandaríkjadala en 576 milljónum hjá körlunum.

Þá eru hlutfallslega fáar konur í forystu íþróttasamtaka, hjá framleiðendum íþróttafatnaðar og markaðssetningar. Í júlí 2016 voru 22 konur virkar í Alþjóða Ólympíunefndinn (24.4%) og fjórar í framkvæmdastjórn (25%).

Í áætlun 2030 um sjálfbæra þróun sem leiðtogar heimsins samþykktu 2015 er stefnt að því að jafnrétti kynjanna skuli ná fyrir 2030. Þar er þess sérstaklega getið að íþróttir séu hreyfiafl í þróunarmálum og valdeflingu kvenna. 

Women sport 3

Hvað veistu um konur á Ólympíuleikunum?unum.

 Konur í íþróttum ögra staðalmyndum, þær eru góðar fyrirmyndir og sýna fram á að konur og karlar standa jafnfætis. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli á vefsíðu sinni á möguleikum, frábærum árangri og þeim hindrunum sem mæta konum á Ólympíuleikunum í Rio sem standa yfir frá 5.til 21.ágúst.T

akið þátt í spurningakeppni UN Women og svarið fimm spurningum, og fræðist um skemmtilega hluti sem tengjast konum og Ólympíuleikunum. Deilið svo nýfenginni þekkingu á meðan þið njótið Ólympíuleikanna!