SÞ: Svíar gera sig gildandi- en til hvers?

0
546

Wallström

Mars 2015. Sænska ríkisstjórnin tilkynnti 11.febrúar að hún hygðist að nýju taka aukinn þátt í aðgerðum undir forystu Sameinuðu þjóðanna.

Margot Wallström, nýskipaður utanríkisráðherra hét því að Sameinuðu þjóðirnar fengju að nýju sinn forna sess í utanríkisstefnu Svía, í fyrstu yfirlýsingu stjórnarinnar um utanríkismál í Riksdagen, sænska þinginu.

Wallström lagði áherslu að Svíar vildu og gætu axlað ábyrgð á sameiginlegum lausnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sænsk herdeild hefur þegar verið send til Malí til að taka þátt í aðgerðum MNUSMA-sveitarinnar en það er fyrsta meiriháttar þátttaka Svíþjóðar í aðgerðum undir forystu Sameinuðu þjóðanna frá 2006.

„Framlag okkar til aðgerða Sameinuðu þjóðanna í Malí er til marks um trú okkar á friðarstefnu á heimsvísu.“

Frá þúsund til eins

Wallström segir að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að Svíþjóð eigi að taka þátt í fleiri aðgerðum undir stjórn SÞ. 

hvfoto OlleMalmgrenÍ lok janúar 2015 voru 155 sænskir her- og lögreglumenn að störfum á vegum SÞ, þar af 98 í Malí. Undanfarin ár hefur sænska stjórnin legið undir ámæli fyrir að leggja lítið til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Að sögn Félags Sameinuðu þjóðanna í Svíþjóð, lögðu Svíar að meðaltali til 30 manns til friðargæslu SÞ, ef allt er talið. Á tilteknu augnabliki árið 2013 var aðeins einn sænskur hermaður við friðargæslu, í Suður-Súdan. Til samanburðar voru á sama degi, tuttugu árum fyrr, 1041 sænskur hermaður við friðargæslustörf hjá SÞ.

Formaður sænska féalgsins, Aleksander Gabelic, fagnar fréttum um aukið framlag Svía. „Við höfum hvatt til Sweden Aleksander Gabelic Flickr Anders Henrikson Creative Commonsþess um árabil að Svíar taki að nýju þátt í aðgerðum Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing ráðherrans um að þátttöku okkar í Malí verði fylgt eftir, þýðir að Svíþjóð getur að nýju, eftir átta ára fjarveru, lagt sitt lóð á vogarskálarnar, í auknum mæli, til uppbyggingar friðar og öryggis.” 

Umdeild vopnasala

Framboð Svía til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kann að vera ein skýring á auknum áhuga á þátttöku í aðgerðum Sameinuðu þjóðanna.
Svíþjóð hefur þrisvar setið í Öryggisráðinu: 1957-58, 1975-76 og 1997-98. Eins og önnur önnur norræn ríki, Finnland og Ísland, hefur Svíþjóð ekki riðið feitum hesti frá kosningum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að undanförnu. Árið 2012 féll Svíþjóð í kosningum til Mannréttindaráðsins fyrir árin 2013-2014. Alþjóðlega Friðarstofnunin komst að þeirri niðurstöðu í úttekt sinni á óförum Finna og Íslendinga í kosningum til Öryggisráðsins, að ein af ástæðunum væri minnkandi framlag Norðurlanda til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna.

Wallström UN Evan SchneiderGagnrýnendur segja að ríkisstjórnin láti um of stjórnast í utanríkismálum af framboðinu. Blaðið Svenska Dagbladet leiðir líkum að því að framboðið kunni að hafa verið ástæða þess að Svíþjóð viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki á síðasta ári. Jafnframt að þetta sé ástæðan fyrir því að stjórnin hefur ekki viljað rifta umdeildum vopnasölusamningi við Sádi Arabíu.

Blaðið heldur því fram að stjórnin vilji ekki skaða tvíhliða samskipti við Sádi Arabíu því ríkið hafi áhrif á kosningar til Öryggisráðsins. Forsætis- og utanríkisráðherra hafa sætt gagnrýni og þrýstingi, jafnvel innan raða síns eigin flokks. Sérstaklega þó hefur Græni flokkurinn verið hávær í andúð sinni á samningnum.

„Það er til einskis að ná kosningu til Öryggisráðsins ef það er á kostnað grundvallarsjónarmiða okkar,“ segir Valter Mutt, talsmaður flokksins í utanríkismálum í viðtali við Svenska Dagbladet.

Blaðafulltrúi Margot Wallström vísar á bug öllum tengslum á milli framboðsins og samningsins við Sádi Arabíu.

Óðs manns æði?

Yfirlýsing Wallström í þinginu var gagnrýnd í sænskum fjölmiðlum fyrir að vera meiri umbúðir en innihald. Blaðið Dagens Nyheter minnti á að Sameinuðu þjóðirnar tryggðu ekki öryggi Svíþjóðar gegn utanaðkomandi árás. „Það er algjörlega á hreinu að Sameinuðu þjóðirnar koma okkur ekki til hjálpar og skiptir engu hvort við sitjum í Öryggisráðinu eða ekki.“ Blaðið segir stefnu stjórnarinnar í málum Sameinuðu þjóðanna „sjálfsblekkingu“ og spyr hvort seta í ráðinu skipti einhverju máli, þar sem Pútin hafi hvort sem er yfir neitunarvaldi að ráða.“

Per Gudmundsson, leiðarahöfundur Svenska Dagbladet segir að Svíþjóð þurfi að auka áhrif sín í kringum Eystrasaltið. Hann segir að ríkisstjórnin leggi öll egg sín í eina körfu. „Hvað ef þetta gengur ekki eftir og við náum ekki kjöri? Og þar að auki:, hvað ef í ljós kemur að Rússland og Kína kæra sig kollótt um „femíníska utanríkisstefnu“ okkar og „samstöðu án landamæra“?“