SÞ taka þátt í Earth hour

0
458
earthhour

 earthhour
27.mars 2015. Sameinuðu þjóðirnar taka þátt í átakinu Jarðarstund – Earth hour en skorað er á jarðarbúa að slökkva öll ónauðsynleg ljós klukkan hálf níu að kvöldi laugardagsins 28.mars.

Markmiðið með þessu átaki á heimsvísu er að beina athygli fólks að hverju samtakamáttur þess fær áorkað í því að vernda jörðina og byggja framtíð sem við öll viljum. Til þess að sýna fram á þetta er skorað á alla að slökkva öll ónauðsynleg ljós kl.hálf níu að staðartíma.

Fyrirtæki, samtök, ríkisstjórnir og hundruð milljóna einstaklinga í meir en 7 þúsund borgum og 162 löndum hafa tekið höndum saman árlega frá 2007 til að leggja grunn að bjartri sjálfbærri framtíð og er vonast til að þátttakan verði enn meiri nú 2015. 

Earth Hour Digital Card English 1Margar borgir taka þátt með því að slökkva ljós sem lýsa upp frægar byggingar eins og Óperuhúsið í Sydney og Eiffel turninn í París. Þá hefur Kóngulóarmaðurinn gengið til liðs við Earth hour samtökin sem einskonar alþjóðlegur sendiherra Earth hour 2014 og styður hana með ýmsu móti, jafnt á Íslandi sem í öðrum löndum og hvetur unga fólkið til að taka þátt.

Sveitarfélög á Íslandi taka líka þátt í Jarðarstundinni með höfuðborgina í broddi fylkingar. Í Reykjavík dimmir þegar Jarðarstundin stendur yfir og best að styðja viðburðinn með því að kveikja ekki götuljósin, myrkur er skráð kl. 21 og einhver norðurljósavirkni mælist. „Reykjavíkurborg hvetur um leið alla sem hafa forræði yfir upplýstum byggingum í borginni til að slökkva á lýsingunni þessa klukkustund svo fólk geti notið stundarinnar betur. Vitað er að ráðhúsið í Reykjavík, Perlan í Öskjuhlíð og aðalbygging Háskóla Íslands verða ekki upplýst,“ segir í fréttatilkynningu. 

Sama er upp á teningnum á Snæfellsnesi en sveitarfélögin þar taka þátt í Jarðarstundinni með því að slökkva á götulýsingu og takmarka lýsingu í stofnunum sveitarfélaganna. 

Meðal viðburða sem verða í Reykjavík þegar Jarðarstundin er liðin eru órafmagnaðir tónleikar Ragnheiðar Gröndal og Pálma Gunnarssonar í Hámu á Háskólatorgi og einnig munu Grænir dagar (Green Days) við Háskóla Íslands standa fyrir viðburði við aðalbyggingu HÍ á Jarðarstundinni.  

Takið þátt í Earth hour – gefið jörðinni tíma ykkar!