Staðan í afvopnunarmálum, fundur hjá Félagi SÞ

0
539
alt

Félag Sameinuðu þjóðanna, í samvinnu við Alþjóðamálastofnun, norska sendiráðið og utanríkisráðuneytið, býður til hádegisfundar um afvopnunarmál föstudaginn 11.mars kl. 12-13.

Staðan í afvopnunarmálum:

Ný svið, nýir leikendur og nýir möguleikar

altSteffen Kongstad, sendiherra og deildarstjóri í utanríkisráðuneyti Noregs, heldur erindi um afvopnunarmál á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Félags Sameinuðu þjóðanna, norska sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins, föstudaginn 11. mars frá kl. 12 til 13 í Gyllta salnum á Hótel Borg.

Steffen Kongstad ræðir stöðuna í afvopnunarmálum í dag og þá sérstaklega varðandi framtíð kjarnorkuvopna. Hann hefur áratugalanga reynslu á þessu sviði og var t.a.m. aðalsamningamaður Noregs þegar samningurinn um klasasprengjur var undirritaður í Osló 3. desember 2008.

Fundarstjóri er Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra og sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins.

Fundurinn fer fram á ensku.

Léttar veitingar verða til sölu á staðnum.