Stefán sigraði í keppni um bestu auglýsingu

0
425
alt

Stefán Einarsson, grafískur hönnuður sigraði í keppni Sameinuðu þjóðanna um bestu blaðaauglýsingu til að vekja athygli á baráttuna gegn fátækt í heiminum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund auglýsingar sem opin var þátttakendum frá 48 Evrópuríkjum.

Auk þess að vinna fyrstu verðlaun fyrir “We are still waiting”, varð önnur auglýsing Stefáns “Poverty Extinct 2015” í þriðja sæti.

alt

Stefán hlýtur verðlaun að andvirði 5000 Evrur sem Spánverjar sem formennskuland Evrópusambandsins 2010 gáfu. Soffía Spánardrottning afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn I Madríd 10. september að viðstöddum Soraya Rodriguez Ramos,  þróunarráðherra Spánar, Jacques Séguéla, formanni dómnefndar og  Afsané Bassir-Pour, forstjóra UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel.

“Ég er að sjálfsögðu himinlifandi fyir að hafa unnnið keppnina og vona innilega að auglýsingin verði til að minna leiðtogana á að efna loforðin um að ná Þúsaldarmarkmiðunum,” segir Stefán Einarsson.

Auglýsingakeppnin sem Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel skipulagði í félagi við evrópska fjölmiðla er hluti af evrópsku átaki til að vinna Þúsaldarmarkmiðunum um þróun fylgi. Meir en 2000 auglýsingar bárust frá 34 löndum.

“Fjöldi þátttakenda og gæði auglýsinganna fór fram úr björtustu vonum”, segir said Afsané Bassir-Pour, forstjóri UNRIC. 
“Það vekur athygli að flestir notuðu tækifærið til að senda skapandi skilaboð til leiðtoga ríkja heims sem koma saman til leiðtogafundar í New York til að fara yfir stöðu Þúsaldarmarkmiðanna. Það hefur mikill árangur náðst, en ekki nógu mikill og við getum ekki látið sem ekkert sé. Við viljum koma þakklæti á framfæri til samstarfsmanna okkar, jafnt hjá Sameinuðu þjóðunum sem og fjölmiðlum, þar á meðal Eyjunni.is og Morgunblaðinu og auðvitað okkar frábæru dómnefnd.”

Sigurvegarinn var valinn í atkvæðagreiðslu almennings á netinu auk dómnefndar sem skipuð var listamönnum, hönnuðum og sérfræðingum í auglýsingum og almannatengslum. Formaður dómnefndar var
Jacques Séguéla, varaformaður stjórnar alþjóðlegu auglýsingastofunnar Havas, breski ljósmyndarinn Gary Knight, hollenski hönnuðurinn Piet Boon, belgíski tískuhönnuðurinn Martin Margiela, Olga Sviblova, hönnuðurinn Neville Brody og  forstjóri Ljósmyndasafnsins í Moskvu og Kiyo Akasaka, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Sýningar með verkunum verða skipulagðar síðar á árinu í ýmsum löndum.

Nánari upplýsingar veita: Afsané Bassir-Pour (e-mail: [email protected] og sími: +32 2 788 8450) og Árni Snævarr (e-mail: [email protected] og sími: +32 2 788 8467)

Verðlaunaafhending fer fram 10. September, klukkan 11 í  Caixa Forum, Paseo del Prado, 36, 28014 Madrid, Spáni.