Ný úttekt SÞ: Átaks þörf í aðstoð, viðskiptum og skuldamálum til að tryggja framgang fátæktarmarkmiða

0
410
alt

NEW YORK, 16 september 2010 – Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í dag að hætt væri við því að Þúsaldarmarkmiðum um þróun yrði ekki náð á tilsettum tíma – fyrir 2015- vegna þess að loforð um aðgerðir til að berjast gegn fátækt og bæta lífskjör hefðu ekki verið að fullu efnd. Þúsaldarmarkmiðin eru átta markmið sem samþykkt hefur verið að ná á alþjóðlegum vettvangi og lúta að því að draga úr fátækt, hungri, ungbarna- og mæðradauða, sjúkdómum og ófullnægjandi húsaskjóli; tryggja jafnfrétti kynjanna og vinna gegn umhverfisspjöllum.

Verulega skortir á að fyrirheit um að vinna að þessum markmiðum, hafi verið efnd, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna, Hnættrænn félagsskapur um þróun við vegaskil (the Global
Partnership for Development at a Critical Juncture), sem kemur út innan við viku áður en leiðtogar heimsins koma saman til fundar í New York til að fara yfir stöðu Þúsaldarmarkmiðanna, aðeins fimm árum áður en þau eiga að vera uppfyllt.

 alt

Aðgangur að hreinu vatni er eitt af Þúsaldarmarkmiðunum um þróun.

Þróunaraðstoð hefur aldrei verið meiri en árið 2009 eða 120 milljarðar Bandaríkjadala. Engu að síður er talið mikilvægast að brúa tuttugu milljarða dala bil á milli núverandi aðstoðar og þeirra loforða sem gefin voru á fundi Átta helstu iðnríkja heims um aukningu þróunaraðstoðar, fyrir fimm árum. 

Á fundi sínum í Gleneagles í Skotlandi 2005 hétu G8-ríkin að þau myndu auka opinbera þróunaraðstoð um fimmtíu milljarða dollara og tvöfalda aðstoð við Afríku eða um 25 milljarða dollara. Nú er munurinn á loforðum og núverandi aðstoð til Afríku einnar,  16 millljarðar dollara..

Þótt búist sé við að opinber þróunaraðstoð fari í 125 milljarða dollara árið 2010, nægir það ekki til að ná markmiðinu, þannig að ólíklegt er að Gleneagles-loforðin náist á þessu ári eins og að var stefnt og muni þau því falla úr gildi. Í skýrslunni er hvatt til þess að ríki ítreki fyrirheit sín um að opinber þróunaraðstoð þeirra nemi 0.7 prósentum af landsframleiðslu.

Að auki er bent á í skýrslunni að gagnsæi hafi batnað en enn sé þörf átaks á sviði gagnkvæmra reikningsskila til að tryggja skilvirkni opinberrar þróunaraðstoðar. “Gríðarmikill árangur hefur náðst,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. “En ártalið 2015 þegar markmiðunum á að vera náð, nálgast óðfluga og enn er margt ógert.”

alt

Kofi Annan, þáverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi við baráttumennina Bon, Bob Geldof og Richard Curtis þegar hann sat fund G8 í Gleneagles í Skotlandi 2005. Live 8 tónleikahátíðin var haldin til að lýsa stuðningi við aukna aðstoð, ekki síst við Afríku. (SÞ-mynd: Evan Schneider)