Stefnt að metfjölda í friðarathöfn í London

0
428

peaceoneday

21. september 2012. Sameinuðu þjóðirnar hvetja til algjörs vopnahlés í dag um allan heim á Alþjóðlega friðardaginn.
“Við hvetjum einnig fólk hvar sem það er í heiminum til að virða einnar mínútu þögn á hádegi að staðartíma til að minnast fórnarlamba, jafnt þeirra sem týnt hafa lífi og þeirra sem lifðu af en glíma við angist og sársauka,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samenuðu þjóðanna í ávarpi sínu á alþjóðlega friðardaginn. Þema dagsins í ár er “Varanlegur friður í þágu sjálfbærrar framtíðar.”
Meðal viðburða dagsins má nefna að UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og Fabrica, samskiptasetur Benetton tískuhússins standa að baki “Live Windows” átaki skóla í Mílanó, Barselóna og Munchen (sjá hér: https://www.unric.org/en/fabrica-unric)   sem er liður í viðleitni til að efla sköpun ungs fólks í tengslum við málefni á dagskrá Sameinuðu þjóðanna.  
 Lundúnir hýsa svo þriðju og síðustu tónleikana í röð Friðardagstónleika Peace One Day concerts á Wembley Arena. Tónleikana má sjá á youtube, http://www.youtube.com/peaceoneday en stefnt er að því þar komi saman metfjöldi manna á einum og sama degi í þágu friðar. Á meðal þeirra sem koma fram eru Sir Elton John, James Morrison og 2CELLOS. Gestgjafar verða  Jude Law og Lily Cole.
Meir en einn og hálfur milljarður manna býr á stríðshrjáðum svæðum í heiminum.