Stelpur geta breytt heiminum

0
497
Main pic resized

Main pic resized

11.október 2016. Stúlkur eru 1.1 milljarður jarðarbúa og eru hluti fjölmennrar og kraftmikillar kynslóðar sem er reiðubúin að takast á við framtíðina.

En því miður steyta draumar þeirra oft á skeri mismununar, ofbeldis og skorts á jöfnum tækifærum.
Alþjóðlegur dagur stúlkubarnsins er 11.október ár hvert og er kastljósinu beint að glímunni við þann vanda sem stúlkur standa andspænis og baráttunni við auka hlut þeirra í völdum og að njóta mannréttinda.

pic2 resizedUnglingsstúlkur hafa rétt á öryggi, menntun og heilnæmu lífi; ekki aðeins á þessum mótunarárum heldur einnig þegar þroskast og verða konur. Ef stúlkur njóta góðs stuðnings á unglingsárum hafa þær allt til að bera til að geta bretytt heiminum; jafnt sem stúlkur sem njóta valdeflingar í dag og sem þátttakendur í atvinnulífinu, mæður, atvinnurekendur og pólitískir leiðtogar morgundagsins.

Undanfarin fimmtán ár hefur líf stúlkna í barnæsku batnað í heiminum. Árið 20156 voru meiri líkur á því en áður að stúlkur á fyrsta áratug ævinnar gengju í grunnskóla, fengju helstu bólusetningar og minni líkur á því að þær ættu við heilbrigðis- og næringarvanda að stríða en fyrri kynslóðir.

Hins vegar, hefur verið ónóg fjárfesting í því að glíma við þann vanda sem stúlkur eiga við að etja þegar þær komast á annan áratug ævinnar. Þar má nefna aðgang að fullnægjandi framhalds- og háskólum, að sleppa við giftingar á barnsaldri, upplýsingar og þjónustu sem tengjast kynþroska og kynferðislegu heilbrigði og varnir gegn óæskilegri þungun, kynssjúkdómum og kynbundnu ofbeldi.

Skortur er á upplýsingum og þekkingu á því sem stúlkur glíma við í heiminum og því er þema alþjóðlegs dags stúlkubarnsins helgaður því að upplýsingar og framfarir haldast í hendur.