Sterkar stúlkur geta breytt heiminum

0
432
School girls in Karachi. UN Photo John Isaac

School girls in Karachi. UN Photo John Isaac

9.október 2015. Talsverðar breytingar hafa orðið á síðustu fimmtán árum á hag stúlkna í heiminum. 11.október er haldið upp á alþjóðlegan dag stúlkubarnsins.

Árið 2015 eru stúlkur á fyrsta áratug ævinnar líklegri til að fara í grunnskóla, fá helstu bólusetningar og eiga síður á hættu að stríða við heilsubrest og vannæringu en stúlkur fyrri kynslóða.

Engu að síður er ekki varið nægu fé til að ryðja burt hindrunum sem verða á vegi stúlkna á öðrum áratug ævi þeirra.

Nefna má að fleiri þyrftu að njóta menntunnar á mennta- og háskólastigi, færri giftast á barnsaldri, og upplýsingar um kynþroska, frjósemi og kvensjúkdoma ættu að vera miklu fleiri konum aðgengilegar; sem og varnir gegn óæskilegum getnaði, kynsjúkdómum og kynferðisofbeldi.

1.8 milljarður er á aldrinum 10 til 24 ára og hefur ungt fóllk aldrei verið fjölmennara í sögunni. Um það bil helmingur er stúlkur og ef stutt er við bakið á þeim á unglingsaldri hafa þær alla burði til að breyta heiminum, sem vinnuafl, mæður, forkólfar í atvinnulífinu, og stjórnmálaleiðtogar.

Þema Alþjóðadags stúlkubarnsins að þessu sinni er helgað mikilvægi þess að fjárfesta í valdeflingu stúlkna og réttindum: Kraftur unglingsstúlkna: Framtíðarsýn 2030. Sjá nánar hér.