SÞ hvetja til aðgerða til að sporna við upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu

0
3
Tilkoma gervigreindar hefur aukið vandann.
Tilkoma gervigreindar hefur aukið vandann. Mynd: Domenico Ioia/Unsplash

Upplýsingaóreiða. Hatursorðræða. Sameinuðu þjóðirnar hafa kynnt ráðleggingar um brýnar aðgerðir til að stemma stigu við upplýsingafölsun og villandi upplýsingum og hatursorðræðu.

 „Veröldin verður að bregðast við þeim skaða, sem felst í dreifingu hatursorðræðu á netinu, en verja á sama tíma mannréttindi,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann kynnti ný Grundvallarsjónarmið Sameinuðu þjóðanna um upplýsinga heilindi (United Nations Global Principles for Information Integrity).

Ráðleggingar aðalframkvæmdastjórans
Ráðleggingar aðalframkvæmdastjórans

Eitt brýnasta verkefnið

Ráðleggingarnar eru kynntar ári eftir að Aðalframkvæmdastjórinn birti skýrslu um upplýsinga heilindi á stafrænum miðlum. Þær fela í sér ramma utan um samræmdar alþjóðlegar aðgerðir til að tryggja meira öryggi og mannúð á upplýsingavettvöngum. Að mati Sameinuðu þjóðanna er þetta eitt brýnasta verkefni samtímans.

Upplýsingafölsun, villandi upplýsingar og hatursorðræða eru víða olía á eld átaka, ógna lýðræði og mannréttindum og grafa undan lýðheilsu og loftslagsaðgerðum.

Tilkoma gervigreindar kyndir undir þessu, og er ýmsum hópum skeinuhætt, ekki síst börnum.

„Markmið Grundvallarsjónarmiða Sameinuðu þjóðanna um upplýsinga heilindi eru að gefa fólki vald til að krejast réttindi sinna,” sagði aðalframkvæmdastjórinn. „Milljarðar manna verða fyrir barðinu á röngum frásögnum, bjögun og ósannindum. Þessi grundvallarsjóanrmimð eiga að vís a veginn, og taka fullt tillit til mannréettinda þar á meðal tjáningar- og skoðanafrelsi.“

Oddviti Sameinuðu þjóðanna eggjandi ríkisstjórnir, tæknifyrirtæki, auglýsendur og almannantengsla-iðnaðinn að axla ábyrgð á útbreiðslu og gróðavæðingu skaðlegs efnis.

Á meðal tillagnanna eru:

  • Ríkisstjórnum, tæknifyrirtækjum, fjölmiðlum og öðrum hlutaðeigandi ber að forðast að nota, styðja, eða efla upplýsingafölsun, og hatursorðræðu í hvaða skyni sem er .
  • Ríkisstjórnum ber að veita skjótan aðgang að upplýsingum, tryggja frjálsa, varanlega, óháða og fjölskrúðuga fjölmiðlun. Jafnframt ber að veita blaðamönnum, fræðimönnum og borgaralegu samfélagi öfluga vernd.
  • Tæknifyrirtækjum ber að tryggja öryggi og vernd einkalífs í allri hönnun og framleiðslu. Sérstaklega ber að hafa hag þeirra í huga sem spjótum er oftast beint að á netinu.
  • Tækni- og gervigreindarfyrirtækjum ber að tryggja gegnsæji og veita fræði- og vísindamönnum aðgang að upplýsingum um starfsemi þeirra.
  • Grípa ber til séstakra aðgerða til að vernda og valdefla börn.

 Nánari upplýsingar, sjá hér