Stöðva ber útbreiðslu nýhannaðra fíkniefna

0
449

pills

5. mars 2013. Ný hugbreytandi fíkniefni eða nýhönnuð fíkniefni eru vaxandi heilbrigðisvandamál að því er fram kemur í ársskýrslu Alþjóðlegu fíkniefnaráðsins (International Narcotics Control Board (INCB)) fyrir 2012.  Sífellt fleiri leita á náðir bráðavakta sjúkrahúsa eftir neyslu nýhannaðra lyfja (designer drugs, einnig nefnd á ensku legal highs).

Þessi nýju hugbreytandi efni sem eru í hundraðatali, eru  í sívaxandi mæli fáanleg á internetinu. INCB hvetur til samhæfðra aðgerða ríkja heims til að uppræta framleiðslu, smygl og misnotkun slíkra efna sem eru ógnun við heilsu almennings. Raymond Yans, forseti fíkniefnaráðsins segir: “Á undanförnum árum  hefur orðið fodæmalaus aukning í misnotkun nýrra hugbreytandi fíkniefna. Í Evrópu bætist nýtt hannað fíkniefni við í nánast hverri viku. Á árunum 2000 til 2005 fundust hins vegar að meðaltali fimm slík efni á ári. Ríkisstjórnir verða nú að grípa í taumana og takast á við slíka misnotkun. “
 
Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja: alvarleg heilbrigðis- og félagsleg ógnun í mörgum ríkjum

Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja heldur áfram í mörgum heimshlutum og hefur aukist verulega undanfarin ár og stafar heilsufarsleg- og félagsleg hætt af þessu. Forseti fíkniefnaráðsins Raymond Yans segir: “Það er sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af sífelldri aukningu í fjölmörgum ríkjum á neyslu og lyfja sem ætluð eru þeim sem eiga við athyglis- og ofvirkniröskun (ADHD) að stríða.”
 
Þrátt fyrir minnkandi neyslu sumra fíkniefna er Norður Ameríka enn stærsti markaður fyrir ólögleg fíkniefni í heiminum, auk þess sem dánartíðni sökum neyslu er þar hæst. Um það bil tuttugasta hvert dauðsfall fólks á aldrinum 15 til 64 ára má rekja til lyfjamisnotkunar. Neysla ólöglegra lyfja er mikil en hefur verið í jafnvægi undanfarin ár. Ný hönnuð fíkniefni eru hins vegar meiri háttar vandamál í Vestur og MIð Evrópu. Fjöldi internetsíðna sem falbjóða nýhönnuð fíkniefni fyrir Evrópusambandsmarkað, meir en fjórfaldaðist á  2 árum árum og voru 690 í janúar 2012.