„Svíþjóð er komin aftur”

0
511
sweden UN pic of stockholm

sweden UN pic of stockholm

29.júní 2016. Svíþjóð, Bólivía, Eþíópía og Kasakstan voru í gær kosin til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til tveggja ára, frá og með 1.janúar 2017.

sweden UN

Svíþjóð var kosin í annað tveggja sæta sem úthlutað er hópi Vestur-Evrópuríkja og nokkura annara og fengu Svíar 134 atkvæði af 193 á Allsherjarþinginu og tryggðu sér kjör í fyrstu atrennu.

Holland og Ítalía kepptust um síðara sætið, en þegar niðurstaða fékkst ekki, ákváðu ríkin að deila sætinu, þannig að hvort ríkið sæti eitt ár í ráðinu.

Eftir kjörið lýsti Margaret Wallström, utanríkisráðherra Svía því yfir að  „Svíþjóð hefði snúið aftur til Sameinuðu þjóðanna og til heimsins.”

Þetta er í fyrsta skipti í 20 ár sem Svíar taka sæti í Öryggisráðinu. Svíþjóð naut stuðnings allra Norðurlandanna og er þetta í fyrsta skipti í tíu ár sem norrænu ríkin eiga fulltrúa í ráðinu.

Nýkjörnu ríkin koma í stað Spánar, Malasíu, Nýja Sjálands, Angóla og Venesúela.

Myndir: Fáni SÞ við hún í Stokkhólmi. Wallström, utanríkisráðherra og Skoog, fastafulltrúi Svía hjá Sameinuðu þjóðunum.